Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Side 43
málið, mæltist yfirleitt illa fyrir í Reykjavík, bæði í
blöðum og manna í milli. Og' margskonar dráttur hafði
af þessu hlotizt, t. a. hafði farizt fyrir að panta bygg-
ingarefni til Eyrarbakka, sem sparað hefði allmikið
fé. Uppdráttur af húsinu var ekki tilbúinn o. fl. o. fl.
Dagana 5.—8. maí dvöldum við Kolbeinn í Reykjavík
og unnum að málinu, ásamt sýslumanni Ámesinga.
Var þá samið um kaup á járni og steinlími, við verzlun
Jón Þorláksson & Norðmann. Við fengum loforð fyrir
50 þús. kr. láni í Landsbankanum og endurnýjuðum
lol'orð húsameistara um það að koma austur að Laug-
arvatni og mæla fyrir húsinu o. fl.
Eins og áður er getið, hafði nefndin hugsað sér að
fá byggingarefni beina leið til Eyrarbakka, og var bú-
ið að fara þess á leit við S. í. S. En þetta fórst fyrir
vegna þess, hve tíminn var naumur, og ekki síður af
því, að uppþotið, sem risið hafði upp í sýslunni, dró
úr framkvæmdum Sambandsins með útvegun á eíninu.
Á meðan við vorum að þessum störfum, unnu and-
stæðingarnir að undirskriftasmöluninni af krafti. Var
nú margt á borð borið, og ekki allt sem trúlegast, til
þess að ófrægja staðinn, svo sem vegalengdin frá
Reykjavík, vegleysur, ófærur, snjóþyngsli á vetrum,
sundvötn áttu að vera 11 á leiðinni frá Svínavatni að
Laugarvatni. (Þar eru aðeins nokkrar smásprænur á
leiðinni). Þá var sagt, að hverirnir kólnuðu oft og væru
sjaldnast nema volgir, þótt hitinn í þeim hefði alltaf
vei’ið um 98 gr C. Svo langt var gengið, að Laugarvatn
var eiginlega ekki lengur talið í Árnessýslu, heldur sagt
að það stæði eins nærri Borgarfj arðarsýslu, eða að
minnsta kosti uppi við Langjökul. — Margt var fleira
til tínt, sem nú lætur í eyrum eins og skemmtileg þjóð-
saga, þótt ekki væri neitt sérstaklega skemmtilegt að
hlusta á hana þá, þegar verið var að leggja skólamálið
í rústir um ófyrirsjáanlegan tíma.
Að vísu voru þeir ekki margir, sem svona langt