Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 45
43
Skaftfellinga, Stefán kennari Hannesson, Litla
Hvammi, mælti og með Laugarvatni.
f ræðum allra þessara manna kom það skýrt fram,
að þeir sættu sig- vel við Laugarvatn sem skólastað
fyrir allt Suðurlandsundirlendið.
Eins og við var að búast, voru „Laugvetningar“
þarna í miklum minni hluta við atkvæðagreiðsluna.
Var nú helzt að heyra á andstæðingum Laugarvatns,
að þeir vildu reisa skólann einhversstaðar í Flóanum
eða Holtunum.
Var síðan samþykkt tillaga um það, að sýslunefnd
Rangárvallasýslu leitaði samvinnu við sýslunefnd Ár-
nessýslu í málinu.
Ómögulegt reyndist að fá fundarmenn til að sam-
einast um Hveraheiði í stað Laugarvatns.
Eftir fundinn kallaði sýslumaður Árnessýslu saman
á fund þá sýslunefndarmenn, sem á fundinum voru,
til viðtals um málið. (Þeir voru 9). Af þeim vildu 3
láta kalla saman aukafund, en hinum fannst þess engin
þörf, heldur halda málinu áfram í sömu mynd. — Ekki
skal nánar farið út í að lýsa þessum fundi hér og gerð-
um hans. Það er gert annarsstaðar í þessu riti.
En eitt vannst þó við fundinn. Eftir liann var liðið
greinilegar skipt en áður hafði verið. Upp frá þessu
stóðu þeir enn þéttar saman, sem vildu skólann að
Laugarvatni.
Áður en undirritaður og Kolbeinn fóru úr Reykja-
vík, hafði verið gert ráð fyrir, að húsameistari færi
austur að Laugarvatni 1. júní til jæss að ákveða skól-
ar.um stað. Áttu verkamennirnir þá að vera komnir
þangað.
Sama dag og Þjórsárbrúarfundur stóð, gaf forsætis-
ráðherra, Jón Magnússon, út bréf til sýslumannsins í
Árnessýslu, svohlj óðandi:
„Eftir móttöku bréfs yðar, herra sýslumaður, dags.
8. þ. m. um héraðsskóla að Laugarvatni, tilkynnir