Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Side 47
45
búa í því efni, bæði austan og vestan Þjórsár, ákveður
nefndin að fresta byggingu hans að sinni.“
Þá er málinu hér lokið að sinni, og virtist mörgum,
að nú væri málinu svo komið, að það risi ekki upp aft-
ur í bráð. Hafði þá staðið 6 ára látlaus barátta um
málið.
Iívað olli þessum óheillavænlegu úrslitum? Því er
fljótsvarað. Það var flokkadrátturinn og sundrungin,
sem kom málinu á kné, eins og svo mörgum þrifamál-
um, bæði fyr og síðar.
Margir af þeim, sem skrifuðu undir mótmælaskjölin
og létu hafa sig út í andstöðu við málið, voru bæði stað
og öllu málinu í heild sinni ókunnugir, en fóru aðeins
eftir því, sem forsprakkarnir sögðu. Og er þá einsætt,
hversu nauðsynlegt það er, að þá sé réttilega og drengi-
lega á málinu haldið frá þeirra hendi.
En svo virðist að sumum þeirra hafi verið það rík-
ast í hug, að tefja fyrir málinu, en létu sér að öðru
le.vti í léttu rúmi liggja, hvort skóli yrði nokkurntíma
reistur eða ekki. Auðvitað voru margir í þessum
flokki, sem höfðu áhuga á málinu og vildu því vel, en
greindi á um framkvæmdirnar. Var það vitanlegt þá og
er enn, að ekki einungis Árnes- og Rangárvallasýsla,
heldur einnig Vestur-Skaftafellssýsla, hefðu allar getað
komið sér saman um að reisa og eiga einn myndarleg-
an skóla á Suðurlandi. Um það efaðist enginn þá og
ekki heldur nú. En það reyndist ókleift alla tíð að koma
þessu í framkvæmd, og var allt of lengi strítt við þessa
hugmynd til einkis. Einnig tafði mjög fyrir málinu
kapp einstakra manna um það, að reisa skólann á
Hveraheiði, sem lítið fylgi hafði utan Hrunamanna-
hreppsins, þótt sá staður væri að mörgu leyti góður.
Skal ég ekki áfella þá menn, sem beittu sér fyrir þeim
stað. Það er skiljanlegt, að þeim var kappsmál, að fá
skólann í sína sveit, ekki hvað sízt hinum væntanlega
skólastjóra, sr. Kjartani Helgasyni. Hann hafði tekið