Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Síða 48
46
ástfóstri við sveitina sína og þar vildi hann vera og
starfa. En mikil gæfa hefði það orðið fyrir þetta mál,
hefði hann og þeir menn, sem honum fylgdu um Hvera-
heiði, getað sameinast okkur hinum um Laugarvatn.
Það er trúa mín, að þá hefði aldrei tekizt að ónýta mál-
ið, svo sem gert var.
Nokkrum árum áður en allt þetta gerðist, sem nú
er greint, komu tveir gestir að Laugarvatni og voru
nætursakir. Ekki er það í sjálfu sér neitt í frásögur
færandi. Báðir voru þeir alókunnugir hér um slóðir.
Annar þessara manna var Þingeyingur, Sigurður Jóns-
son í Yztafelli, og hinn Skaftfellingur, Stefán kennari
Hannesson í Litla-Hvammi. Leizt þeim svo á Laugar-
vatn, að þeir hvöttu mig eindregið til þess að gefa kost
á því til skólaseturs. Ekki man ég til, að þetta hefði
nein sérstök áhrif á mig fyrst, en það sat í méi\ Og sú
hugsun varð sífellt sterkari hjá mér, að þetta væri
rétt, skólinn ætti hér að vera og skólastjórinn sr.
Kjartan Helgason. Þessi úrlausn málsins var mér dýr-
mætust, en því miður gat þetta ekki hvorttveggja
rætzt.
En hitt er öllum mönnum vitanlegt, að skóla, sem á
að standa um ófyrirsjáanlegan aldur, dugar alls ekki
að velja stað með tilliti til nokkurs eins manns, hvað
góður, sem hann er og hvort ungur er eða gamall.
III.
Eftir þetta virtist heldur koma kyrð á hugi manna,
sem voru orðnir allókyrrir um tíma. Munu þó báðir
málspartar hafa hugsað allmikið um málið í kyrþey, og
sennilega voru nú hvorugir ánægðir með úrslitin. Að
minnsta kosti vorum við það ekki og líklega hinif ekki
heldur, enda þótt nú væri búið að koma þeim staðnum
fyrir kattarnef, sem þeir höfðu óttast mest, að minnsta
kosti var hann nú ekki nefndur framar sem skólasetur
af þeirra hálfu. Hefir andstæðingum Laugarvatns