Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Qupperneq 49
47
sjálfsagt fundist úrslitin allt annað en góð, og hófu
þeir nú ýmissan undirbúning undir næsta sýslufund
með þá Eirík Einarsson, Eggert Benediktsson, Ólaf
Sigurðsson og Árna í Alviðru í broddi fylkingar. Kom
því málið enn fyrir sýslunefndir beggja sýslna á aðal-
fundi þeirra árið 1927. Var þá af hálfu Árnesinga
kosin nefnd í málið. Þessir kosnir: Kolbeinn Guðmunds-
son, Eiríkur prestur Stefánsson og Guðmundur Þor-
varðarson, Sandvík. Sú nefnd klofnaði. Meiri hlutinn,
K. G. og E. S., vildu byggja á sama grundvelli og áður,
og hafa skólann á Laugarvatni. Guðmundur í Sandvík
gaf út minni hluta álit, sem samið var af honum í sam-
ráði við Eirík Einarsson og Ólaf Sigurðsson. Samþykkti
sýslunefndin það með ýmsum breytingum. Læt ég hér
fylgja tillögurnar eins og þær voru samþykktar af
sýslunefnd Rangæinga:
a) Að kjósa tvo menn til þess, ásamt öðrum tveim,
kosnum af sýslunefnd Rangárvallasýslu, og odaamanni,
skipuðum af landsstjórninni að velja og ákveða stað
undir hinn væntanlega héraðsskóla Suðurlands svo
nærri sýslutakmörkum sem skilyrði leyfa. — Samþ.
með 11 gegn 4 atkvæðum.
b) Að fjárframlög frá sýslunni til byggingar og
reksturs skólans, að því leyti sem hún fellur á héruðin,
fari eftir samkomulagi milli sýslnanna með nokkru til-
liti til hvoru megin sýslumarkanna skólinn yrði reistur.
— Samþ. með 11 gegn 1 atkvæði.
c) Sýslunefndin heimilar fyrir sitt leyti, að þeir tveir
menn, er hún kýs til framkvæmda í þessu máli úr sín-
um flokki, taki sér einn mann úr stjórn ungmennasam-
bandsins „Skarphéðinn“, er sé búsettur innan Áraes-
sýslu,1 þó með því skilyrði, að sýslunefnd Rangárvalla-
sýslu samþykkti samskonar heimild fyrir sitt leyti.
Samþykkt með 9: 5 atkv. í nefndina voru kosnir: Á-
gúst Helgason, Birtingaholti og Guðmundur Þorvarðs-
son, Sandvík.