Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Side 50
48
Minni hlutinn í sýslunefndinni, þeir sem fastast höfðu
staðið með byggingu skólans á Laugarvatni, vildu öld-
ungis engan þátt eiga í þessari nýju grautargerð á milli
sýslnanna, og hafði alls enga trú á því, að málið yrði
leyst þannig nú, fremur en áður.
Hvernig stendur nú málið í Rangárvallasýslu ? Sýslu-
nefndin tók það fyrir á aðalfundi sínum þetta sama ár.
Þar var m. a. ályktað að leita ennþá einu sinni fyrir
sér um vilja kjósenda þar í sýslu, þóttu tilraunir, sem
gerðar höfðu verið áður í þá átt, „ekki gefa nægilegar
upplýsingar". Þetta átti nú að gera með leynilegri at-
kvæðagreiðslu. Atkvæða skyldi leitað um þetta tvennt:
Sérskóla fyrir Rangárvallasýslu og samskóla fyrir
báðar sýslur.
Ef svo færi, að samskólinn fengi flest atkvæðin,
ályktaði sýslumaður að kjósa tvo menn til þess að koma
sér saman urn stað, ásamt hinum tveim kjörnu úr Ár-
nessýslu og oddamanni landsstjórnarinnar.
Hlutu kosningu í þá nefnd Eyjólfur Guðmundsson
R. F. p. p. og sýslunefndarm. Guðmundur Erlendsson.
Það mátti nú svo virðast, að fullreynt væri um þetta,
þar sem hvað eftir annað í samfleytt 20 ár var búið að
reyna til að koma á samvinnu. Það var líka vitanlegt,
að þeir Rangæingar sem vildu samskóla, ætluðu sér að
reisa hann þar í sýslunni, en hinir, sem ekki gerðu það
að kappsmáli, vildu einmitt reisa skólann á Laugar-
vatni, sem nú var búið að strika út. — En nú var all-
sterk alda risin upp í Árnessýslu um það, að reisa skól-
ann aðeins á heitum stað, sem fyr segir, og enginn slík-
ur staður til í Rangárvallasýslu. Það var eindregin
skoðun okkar allra, sem nota vildum hveraorkuna, að
ekki kæmi til mála að reisa skólann á köldum stað. Um
hina, sem lögðu mest upp úr því, að skólinn væri sem
næst sýslutakmörkunum, skal ég ekkert fullyrða. Þó
er mér næst að halda, að þeir hefðu ekki verið fúsir á
að reisa skólann einhversstaðar austur í Rangárvalla-