Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Síða 54
leiðing af staðarvalinu, eins og áður er getið um.
Áður en lengra er haldið, verður að skyggnast dá-
lítið aftur í tímann, þangað er stöðvuð var bygging
skólans á Laugarvatni 8. júní 1926 á aukafundi sýslu-
nefndar Árnessýslu og þó einkum eftir aðalfundinn
1927.
Fórum við minnihlutamennirnir í skólamálinu og
sýslunefndarmennirnir úr hreppunum, sem mest höfðu
stutt að skólabyggingu á Laugarvatni, nefnilega úr
Biskupstungum, Grímsnesi, Laugardal Þingvallasveit
og Grafningshrepp (eða hluti af þeim með Kolbein
Guðmundsson í fararbroddi) að ræða með okkur málið
innbyrðis. Sáum við forlögin fyrir, að ekkert yrði úr
samskóla milli sýslnanna og annaðhvort yrði að hefj-
ast handa með skólabyggingu á Laugarvatni í smærrí
stíl, eða ekkert yrði úr byggingu skólans um ófyrir-
sjáanlegan tíma.
Við sýslunefndarmennirnir fjórir: sr. Eiríkur Þ.
Stefánsson, Torfastöðum, Magnús Jónsson, Klaustur-
hólum, Kolbeinn Guðmundsson, Úlfljótsvatni, og ég,
höfðum bundizt fastmælum um að gjöra allt, sem við
gætum til að láta málið ekki niður falla. Af þessum
rótum var runninn fundur, sem haldinn var hér á
Laugarvatni í febrúar 1927 eftir fundarboði frá sr.
Eiríki á Torfastöðum. Áður hafði ég fengið á lið með
okkur sr. Guðmund Einarsson á Þingvöllum. Á þessum
fundi mættu kosnir fulltrúar úr 5 hreppum, þeim sem
áður eru taldir. Auk sýslunefndarmannanna fjögra
mættu úr Laugardal Páll oddviti Guðmundsson á
Hjálmsstöðum, Ingvar Grímsson í Laugardalshólum og
Teitur Eyjólfsson í Eyvindartungu; úr Biskupstungu
Guðjón Rögnvaldsson oddviti á Tjörn og Þorsteinn Þór-
arinsson frá Drumboddsstöðum; úr Grímsnesi Stefán
Diðriksson, kaupfélagsstjóri, Minni-Borg, Björgvin
Magnússon, Klausturhólum, Páll Diðriksson, Minni-
Borg og úr Þingvallasveit sr. Guðmundur Einarsson,