Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Síða 57
IV.
Hvernig var nú umhorfs vorið 1928, þeg'ar byrja
átti á að ráðast í bygginguna?
Allt var nú stórbreytt frá því var vorið 1926. Nú
litu allir, sem búnir voru að lofa að styrkja skólann
með lánum, svo á, að hér væri um flas eitt að ræða,
sem þessir 5 hreppar stæðu að. Árnessýsla væri ekki
bundin við sín fyrri loforð, þar sem til þessarar bygg-
ingar væri stofnað af aðeins örfáum mönnum og sveit-
um. Þetta yrði alls ekki hinn fyrirhugaði Suðurlands-
skóli, heldur aðeins skóli fyrir þessar 5 sveitir.
Þótt við byggjumst nú ekki við góðum undirtektum
hjá sýslungum okkar í málinu, gerðum við þó ráð fyrir,
að eitthvað mundi koma af samskotum úr öðrum hrepp-
um, sem hefðu lofað fé skilyrðislaust.
En þetta brást að heita mátti alveg. Við höfðum
treyst því fastlega, að eitthvað mundi greiðast til skól-
ans úr Hrunamannahreppum og Gnúpverja, sem mestu
höfðu lofað og sem fastast höfðu fylgt á eftir, að skól-
inn yrði reistur sem fyrst og búnir voru að innkalla
allverulega upphæð og leggja í sparisjóð. En það brást
nær alveg, þaðan komu 100 krónur frá einum manni
(Marel Jónssyni) þegar til átti að taka og svo var yfir-
leitt um loforðin úr hreppunum utan þessara fimm,
sem stóðu að byggingunni, nema Eyrarbakkahreppi.
Átti sýsiumaðurinn, Magnús Torfason mestan þátt
í því, að féð greiddist, enda mun hann hafa lagt drjúgt
fram sjálfur eins og svo oft síðar.
Ég læt nú fylgja lista yfir það fé, sem byggingar-
nefndin hafði von um og fékk.
tJr Laugardalshreppi.................. kr. 11964,00
— Biskupstungnahreppi................. — 7500,00
— Grímsneshreppi...................... — 6290,00
— Þingvallahreppi..................... — 750,00
Flyt kr. 26504,00