Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Page 59
57
kr. 82.298,75. Var þar með gufuleiðsla til suðu og
vatnshitun úr hvernum til að hita húsið.
Árið 1929 voru reist 4 hús í viðbót, 2 skólahús og 2
kennarabústaðir. Einnig voru fullgerð að mestu öll hús-
in að hægt var að kenna í þeim næsta vetur. Kostaði
þessi viðbótarbygging yfir 100 þúsund krónur. Yfir-
smiður þetta ár var Hafliði Hjartarson trésmiður í
Reykjavík. Að hálfu leyti lagði héraðið fram á móti
ríkissjóði, sumpart með fjárframlagi frá Árnessýslu
20 þúsund krónum og sumpart með gjöfum og lánum.
Árið 1930 var starfað að byggingunni enn og var
hún nú fulgjörð, skeljuð (afpússuð) og máluð.
Auk þess var byggt stórt timburhús skammt frá
skólanum fyrir pilta til að sofa í. Er það einlyft með
kjallara undir nokkrum hluta þess. Húsið er 20X9 m-
og er allt þiljað innan með krossviði. í því eru 10 fjögra
manna herbergi. Þá var og fullgjörð sundlaugin.
Lagði skólinn fram í lánum o. fl. yfir 90 þúsundir
króna, en úr ríkissjóði kom nokkuð meira.
Árin 1931 og 1932 hafa verið byggðir tveir kennara-
bústaðir, Guðmundar Gíslasonar og Ragnars Ásgeirs-
sonar, og hefir hver um sig kostað um 8000 krónur.
Einnig var byggt leikfimishús 20XH m. að stærð
auk snyrtiklefa, forstofu og fatageymslu.
Þá hafa verið byggð þvottaskúr, smíðaskúr og hús
fyrir báta og annað, sem geyma þarf.
Allt þetta hefir skólinn byggt án framlags úr ríkis-
sjóði og nemur það um 50 þúsunda króna.
Mikið hefir og skólinn lagt í vegi, girðingar og til
lagfæringar kringum skólann.
Yfirsmiður árin 1930 og 1931 var Sveinbjörn Krist-
jánsson trésmiður í Reykjavík.
Á þessum árum var einnig reist 25 hestafla raf-
magnsstöð til ljósa og bökunar.
Lýkur hér frásögn um bygginguna.