Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Page 66
64
við kennaraskólann. Ég hafði hugsað til átthaganna,
að byrja þar ungmennakennslu, og reyndi ári síðar að
fá Ljósavatn til leigu í því skyni. Það var í miðri
Þingeyjarsýslu, gamalt höfuðból, og með nokkrum
húsakosti. Eigandinn vildi síður festa það undir skóla,
og leigði jörðina öðrum manni. Ég var kyr við kenn-
araskólann í 8 ár. Mér þótti að sumu leyti allfýsilegt
að vera þar. Ef þjóðinni átti yfirleitt að vera gagn að
skólum, þá hlaut að vera hægt að vinna að viðreisn
landsins með því að leggja fram krafta sína við þann
skóla, sem átti að undirbúa kennaraefni landsins. Ég
hvarf að vísu aldrei frá þessari skoðun. En á hinn bóg-
inn varð ég fyrir ýmsum vonbrigðum. Þjóðin sinnti
lítið um kennaraskólann, og um barnakennsluna yfir-
leitt. Alþingi lét ekki einu sinni fé til að girða lóð skól-
ans, né að laga kring um húsið. Á sama hátt var van-
rækt um allan annan útbúnað. Og þegar hinir ungu
barnakennarar komu út um landið, þá mættu þeir
sama hirðuleysinu og skilningsleysinu yfirleitt.
Þessi lífsreynsla átti þátt í að draga hug minn að
landsmálum. Ég sá, að hugsanlegt var, að þaðan mætti
hafa áhrif á uppeldismálin meir en með kennslu við
einn vanræktan skóla. Ef þjóðin átti að fá áhuga fyrir
ræktun æskulýðsins, í því skyni að gera komandi kyri-
slóðir sterkari og betur búnar undir lífsbaráttuna,
heldur en þær sem vanræktar höfðu verið, þá gat sú
breyting ekki orðið nema með landsmálaáhrifum.
Skömmu eftir að ég varð kennari við kennaraskól-
ann, tók ég að mér ritstjórn á blaði ungmennafélag-
anna, Skinfaxa, og gegmdi því starfi um nokkur ár. Þar
hafði ég tækifæri til að rita um áhugamál mín, endur-
reisn sveitanna, umbætur á lífskjörum almennings í
landinu o. s. frv. í Skinfaxa ritaði ég allítarlega grein
um nýju skólana ensku. Það var hreyfing í mennta-
málum stóru þjóðanna, sem byggði á beztu einkennum
gömlu, ensku heimavistarskólanna, en bætti við nútíma-