Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Síða 67
65
endurbótum, m. a. erfiðisvinnu fyrir nemendur, jafn-
hliða bóknámi. Þaðan er runnin stoð undir vinnu nem-
enda í héraðsskólunum.
Ég var kosinn á þing- vorið 1922. Þá um veturinn
fyrir þing- hreyfði ég því á fundi við Ölfusárbrú, að
leggja gróðann af Spánarvínunum, sem þá var byrjað
að selja í landinu til að byggja unglingaskóla, og ekki
sízt á Suðurlandi. Lítt var tekið á því máli. En á þingi
um veturinn 1923 var samþykkt, gegn mótmælum flest-
allra afturhaldsmanna, 35 þús. kr. fjárveiting til ung-
mennaskóla í Suður-Þingeyjarsýslu, 2/5 af byggingar-
kostnaði. Ungmennafélög Þingeyinga og margir áhuga-
menn, ekki sízt Arnór Sigurjónsson, báru málið uppi í
héraði. Ég var á stórum landsmálafundi á Breiðumýri
þá um vorið. Var þá rætt um skólamálið. Vildu íhalds-
menn sýslunnar, að ekki yrði byggt næsta ár. Bentu á
kreppuna, fátækt bænda o. s. frv. En við, sem vorum
formælendur, töldum einsætt að nota tækifærið, hamra
járnið með það var heitt. Höfðum við samhug héraðs-
búa, miklu fremur en andstæðingarnir.
Nú byrjuðu átök um skólastaðinn. Við hinn fyrsta
héraðsskóla byrjaði skoðanamunuiánn um heita og
kalda staði. Arnór Sigurjónsson og margir af helztu
leiðtogurn skólamálsins í héraði vildu reisa skólann á
hinu fagra prestssetri Grenjaðarstað í Aðaldal. Ég og
Jónas Þorbergsson, sem þá var ritstjóri Dags á Akur-
eyri, vildum að byggt yrði á Laugum í Reykjadal og
laugavatn notað til að hita húsin. Við höfðum hvorug-
ur nein bein áhrif á málið. Forgöngumennirnir í sýsl-
unni hluta að ráða mestu um staðarvalið og það því
fremur, sem kennslumálaráðherrann, Jón Magnússon,
var andvígui' þessari skólahreyfingu. Skóli Þingeyinga
myndi hafa verið byggður á Grenjaðarstað, vorið 1924,
nema fyrir missætti milli prestsins á staðnum og hins
væntanlega skólastjóra, Arnórs Sigurjónssonar. En
gifta héraðsskólanna bar hreyfinguna yfir þetta hættu-
5