Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Page 68
66
lega blindsker. Skólinn var byggður á Laugum. Húsið
hitað með hveravatni. Árið eftir byggð sundlaug með
þaki yfir. Skólinn fékk óvenjumikla aðsókn og álit.
Fyrsti sigurinn við nýsköpun íslenzkra uppeldismála
var unninn með stofnun héraðsskólans á Laugum. Síð-
an hafa fleiri sigrar fylgt í kjölfarið. Nýir héraðsskól-
ar, nýir húsmæðraskólar. Gagnfræðaskólanum á Akur-
eyri breytt í menntaskóla. Akureyri gefur handa þeim
skóla 12 dagsláttur af landi fyrir leikvelli og framtíðar-
byggingar. Nemendur á Akureyri gera róður, skíða-
göngur, fjallgöngur og sund að uppeldislegum viðfangs-
efnum. Menntaskólarnir og margir aðrir skólar byrja
námsferðir um landið. Háskólinn íslenzki fær stærðar-
land í útjaðri höfuðborgarinnar, þar sem hann getur
myndað heimavistarhverfi fyrir sig og vaxið um
margra alda skeið. Að því leyti, sem ég hefi á þingi og
öðruvísi stutt þessi nýmæli, þá hafa þau jafnan verið
byggð á tveimur fyrirmyndum. H i n n i g ö m I u
hei'milismenntun fslendinga og skóla-
skipulagi ríka fólksins í Englandi.
II.
Eins og fyr er sagt, hefi ég ekki haldið neina minnis-
bók viðvíkjandi atburðum í byggingarsögu Laugar-
vatns. Það, sem ég segi hér frá, verður aðallega um
nokkur atriði um afskipti Alþingis og landsstjórnar af
skólamáli Sunnlendinga.
Saga tilraunanna að koma upp unglingaskóla á Suð-
uriandi er orðin gömul og mun sá þáttur rakinn af öðr-
um í þessu riti. En ekki var verulega tekið á málinu á
Alþingi fyr en 1923. Þá hafði verið samþykkt framlag
til Laugaskóla, og allmikil fjárloforð í Árnessýslu til
skólabyggingar þar. Þá fluttu fimm Framsóknarþing-
menn þingsályktunartillögu um að skora á stjórnina
að undirbúa sunnlenzka skólamálið, rannsaka heppilega
staði og gera í samráði við héraðsfulltrúana austan-