Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 74
72
ar vinnu, bæði ungir menn og ungar stúlkur, við að
grafa fyrir grunni og vatnsleiðslu ofan úr hlíðinni.
Fórn unga fólksins, ekki sízt ungu stúlknanna, var
glæsileg byrjun að samstarfi æskunnar og náttúruskil-
yrðanna á Laugarvatni. Fólkið úr þessum fimm hrepp-
um bjargaði skólamáli Sunnlendinga. 0g sízt má þar
gleyma Böðvari Magnússyni á Laugarvatni. Margir,
sem höfðu ætlað að styðja skólamálið, biluðu um kjark
eða drengskap. En Böðvar Magnússon bilaði aldrei í
baráttunni fyr eða síðar. Án hans mikilsverðu festu og
karlmennsku hefði ekkert orðið úr skólabyggingunni á
Laugarvatni.
Mín aðstaða var nú orðin sú, að ég átti að samþykkja
skólastað og teikningar sunnlenzka skólans. Samvinna
Rangæinga og Árnesinga var strönduð á héraðsríg.
Sýslunefnd Árnesinga gat að svo stöddu ekkert gert til
að hrinda málinu áfram. Hrepparnir fimm, sem lágu
næst skólastaðnum, urðu að taka það í sínar hendur,
með stuðningi landsstjórnarinnar. Skólinn hlaut að
verða lítill í fyrstu, en átti að geta vaxið, ef rétt var
stefnt um byrjunina.
Nú kom til kasta húsameistara að gera nýja teikn-
ingu, því að hin fyrri var týnd, og að velja hússtæði.
Um haustið 1927 vorum við húsameistari helzt á, að
húsið skyldi standa niður við vatn, á hæðinni lítið eitt
sunnar og austar en leikfimishúsið er nú. Það var nærri
gufunni og fegurð vatnsins. Húsameistari var þó ekki
viss um, hvort honum þætti grunnurinn nógu traustur
þar. Eftir þing, vorið 1928, var ég í Danmörku, m. a.
að heimsækja fangelsi og vinnuhæli, vegna undirbún-
ings framkvæmda á Litla-Hrauni. Ég var á leið til
Horsens, þar sem er eitt helzta fangelsi Dana, og stadd-
ur í Vejle. Þá fékk ég fyrir milligöngu sendihen-a
skeyti frá húsameistara, um að hann réði frá að byggja
niður við vatnið, en vilji reisa húsið uppi á túni. Ég
var þá nýbúinn að heimsækja Sórey á Sjálandi, þar