Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 76
74
Hrauni unnu þar stórmikið, sumar eftir sumar, hin síð-
ari ár, sem ég átti sæti í landstjórninni. Landið lagði
til ié að sínu leyti, sýslan sinn hluta, en hinn litli Laug-
ardalshreppur gat með engu móti risið undir fjórða
hluta v egarkostnaðarins. En þar komu fangarnir í stað-
inn. Ég varði þá ráðstöfun með því, að vegurinn væri
í raun og veru orðinn þjóðvegur, þar sem 500 bifreið-
ar fara fram og aftur um þennan veg á mánuði hverj-
um á sumrin og langsamlega flestar úr öðrum sýslum.
Án þessarar vinnu fanganna frá Litla-Hrauni myndi
enn vera að miklu leyti moldargata frá Svínavatni upp
í Laugardal. Seinustu átök þeirra í vegamálinu var að
byggj a veginn ofan við túnið, og heimavegina frá skól-
anum niður að leikfimishúsi og út að Björk. Auk þess
unnu þeir sem verkamenn skólans mikið að því að
prýða hlaðið. Þeim Litla-Hraun-búum fór sem fleirum,
að þeir undu sér óvíða betur en á Laugarvatni, og þótti
hressandi útivinnan.
Teikning Laugarvatnsskóla breyttist við biðina,
þannig að lægri byggingar voru gerðar í yztu álmum
hússins fyrir skólastjóra og kennara. Auk þess var gert
ráð fyrir að hafa 4 samliggjandi skólastofur, og súlur
á milli, svo að gera mætti þessar kennslustofur allar
að einum sal. Skólagangur skyldi enginn vera í fyrstu,
en aðaldyr að norðan, til þess að óslitinn væri sólai-
hliðin. Varð hliðin með því fegurri og hentugri nemend-
um. Einn áhugasamur skólastjóri af Vesturlandi hitti
mig snemma sumars 1928, eftir að hafa komið að Laug-
arvatni og séð, að inngangur myndi verða frá norðri
) húsið. Spurði hann mig, hvort ég væri genginn af
göflunum að ætla að snúa kennslustofum undan sól. Ég
sagði honum að úr þessu myndi rætast betur en hann
teldi áhorfast. Hefir sú orðið raun á, að ekki er kvart-
að um sólarleysi í kennslustofunum á Laugarvatni.
Sr. Jakob Lárusson í Holti var skólastjóri fyrsta vet-
urinn. Sundlaug hafði verið gerð til bráðabirgða í norð-