Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 77
75
urhelmingi núverandi borðstofu, og átti að vera opin.
En sr. Jakob sá, að ekki mátti þar við una og fékk sett
yfir hana þak úr bárujárni. Vildi hann ekki bera
ábyrgð á ofkælingu nemenda, er þeir syntu í opinni
laug í misjöfnu veðri. Hefir sú framkvæmd reynzt
giftudrjúg.
Þennan vetur voru piltar í skólanum um 20. En þess-
ir fáu piltar gerðu þá það þrekvirki með þeim kennur-
um sínum, sr. Jakobi Lárussyni og Guðmundi Ólafs-
syni, að steypa í hjáverkum sínum afarmikið af hol-
steinum, sem síðar voru notaðir í veggi skólans. Magn-
ús Böðvarsson, nú bóndi í Miðdal, var kennari í stein-
steypunni. Ég álít þetta átak kennara og nemenda á
Laugarvatni vera eitt hið glæsilegasta verk í íslenzkri
skólasögu, og að eftir þessu fordæmi þurfi að líkja í
öllum héraðsskólum. Á þann hátt geta skólarnir byggt
sig upp sjálfir, allir piltar lært að vinna að steinsteypu
og sú húsgerðarlist orðið að almennum heimilisiðnaði
í landinu.
Ýmsir gagnrýndu mikið skipulag hússins á Laugar-
vatni. Þeir sögðu, að kennslustofurnar væru allt of stóv-
ar, og að það væri móti öllum reglum skólamanna, að
hafa birtu frá tveim hliðum. Ég benti á að engin sýni-
leg óhollusta væri að því undir berum himni að fá birt-
una frá öllum hliðum. Og birta frá tveim hliðum myndi
tæplega vera skaðleg. Þá var sagt, að lausaskilrúm milli
kennsluherbergja myndu vera of þunn, og hver kennari
truflaði annan. Loks var sýnt fram á, að það væri brot
á öllum reglum að hafa ekki skólagang, og að vel mætti
þilja þriðjung af breidd skólaherbex'gjanna og hafa
það fyrir gang. Ég var ekki hræddur við neitt af þessu,
og ætlaði að treysta fi'amtíðinni til að geta gert gang
meðfram norðurhlið hússins. í fyrstu datt mér í hug, að
sá gangur gæti staðið á súlum eða steyptum bogagöng-
um, en húsameistari sagði, að það myndi tæplega fara