Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Page 80
78
skóla. En þá skorti fé, og' engir réttu þeirn hjálpar-
hönd. Með dálítilli samúð hefði mátt greiða fyrir mál-
inu, og' þá hefði héraðsskóli Sunnlendinga orðið á
Reykjum en ekki á Laugarvatni.
Þá um sumarið var ég að brjóta heilann um hvaða
maður gæti nú tekið við Laugarvatni, úr því sr. Jakob
vildi hætta. Þá um mitt sumarið var ég staddur suður
í Hafnarfirði og mæti gömlum lærisveini og vini mín-
um Bjarna Bjarnasyni. Við tölum saman um daginn og
veginn. Allt í einu dettur mér í hug: Þarna er maður-
inn að Laugarvatni. Ég kastaði þessu fram strax í
ganmi og alvöru. Bjarni tók því í spaugi, sagðist ekki
eiga heimangengt frá skólanum í Hafnarfirði og búi 1
Straumi. En þessu máli var lialdið áfram, og svo fór að
Bjarni yfirgaf sinn stóra skóla og bú og flutti austur
að Laugarvatni. Reynslan hefir sýnt, að þar var gifta
með í mannvali.
Hinn nýi skólastjori auglýsti nú skólann. Aðsókn
varð afar mikil nálega úr öllum landshlutum. Hin mikla
mótstaða gegn skólamáli Sunnlendinga átti verulegan
þátt í aðsókninni. Laugarvatnsskóli hefir síður þurft
að rninna á sig en ýmsar aðrar stofnanir. Andstæðing-
ar sveitamenningarinnar hafa séð fyrir því.
Fyrsta veturinn sem Bjarni Bjarnason stýrði skólan-
um, var húsið ekki fullgert. Unnu nemendur og kenn-
arar mikla sjálfboðavinnu, einkum við sundlaugina.
Reyndist hún ágætlega, þótt litlu væri til kostað.
Við Guðjón Samúelsson unnum um þessar mundir
að því að leggja drög að framtíðarskipulagi skóla-
bygginganna. Þykir rétt að skýra frá því hér, þó að
aðstandendur skólans kunni síðar meir að telja annað
fyrirkomulag betra, og byggja framkvæmdir á því.
Samkvæmt þessari ráðagerð áttu byggingar skól-
ans, að mynda nálega samanhangandi skeifu, opna
móti fjallshlíðinni. Þá átti að steypa þak yfir núver-
andi sundlaug, og hafa að nokkru leyti ofanljós í þeim