Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Page 84
82
ir það austurálmu skólahússins, ofan á sundlaugina.
Þessi breyting' varð líka til léttis með byggingu Laugar-
vatnsskólans. En með því að byggingarnar stækkuðu
hratt, þörf héraðsins mikil, en ekki nægilega viður-
kennd af öllum leiðandi mönnum á Suðui-landi, svo að
fjárframlög færu eftir því, þá voru forgöngumenn
skólabyggingaiinnar oft í erfiðleikum með framkvæmd-
irnar. En allt af rættist úr því. Skólinn átti hin miklu
náttúrugæði, hitann. Það var reiknað út hve mikið
myndi kosta að hita jafnstórt hús með sundlaug við
Ölfusárbrú. Og sú upphæð „kapitaliseruð“ var af mér
talin framlag frá hálfu byggingarnefndar. Eru um þetta
umræður og ítarleg skjöl í þingtíðindum 1932. 1 fyrstu
þótti þessi hugsunarháttur vera fjarstæða. En við
nánari athugun sést, að hann er óhrekjandi. Borið sam-
an við nániskostnað í Reykjavík, sparar Laugarvatns-
skóli nemendum sínum, og þar með þjóðinni, allan
byggingarkostnað skólans, á fáum árum.
Mér hafði frá upphafi verið það Ijóst, að skólinn á
Laugarvatni varð að hafa mjög fjölbreytt verkefni.
Hann varð að vera bóklegur skóli, með þjóðlegri
fræðslu, vekjandi, fræðandi og hressandi. Þar varð að
nema móðurmálið, sögu landsins, um náttúruöflin, þar
varð að kenna mikinn söng, íþróttir og fjölbreytta
vinnu fyrir karla og konur. Margt af þessu er orðið
að veruleika. Söngkennsla Þórðar Kristleifssonar er
meiri og betri en þekkst hefir áður hér á landi undir
svipuðum kringumstæðum. En um tvö atriði verður að
segja nokkru nánar: íþróttir og vinnukennslu.
Náttúruskilyrðin á Laugarvatni eru óvenjulega góð
fyrir íþróttanám. Kom mér snemma í hug, eftir að ég
fór að vinna að skólastofnun þar, að einmitt á þessum
stað ætti að verða höfuðsetur íslenzkra íþrótta að því
er nám snerti. Var það mikið happ, líka frá því sjónar-
miði, að Bjarni Bjarnason gerðist þar húsbóndi, með
því að hann er í einu íþróttavinur, íþróttamaður og