Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Page 85
83
íþróttakennari. Undir yfirstjórn þvílíks manns mátti
vænta mikillar blómgunar um íþróttaiðkanir á þeim
stað.
Annað happ skólans í þeim efnum var að fá þangað
Björn Jakobsson. Hann er lærðastur allra íslenzkra
íþróttakennara. I tuttugu ár hafði hann fylgzt með um
allar framfarir í þeirri grein, bæði með lestri og stöð-
ugum ferðum utanlands. Hann hafði mótað nýtt fim-
leikakerfi fyrir konur, og fengið viðurkenningu mikla
erlendis frá þeim mönnum, sem bezt höfðu vit á.
Björn Jakobsson hafði lengi verið kennari við
menntaskólann við betri kjör en þekktust hér áður
fyrir íþróttakennara. En honum þótti of þröngt um sig
þar. Sveitin dró hann, ekki sízt átthagarnir í Reykja-
dal nyrðra. Við ráðgerðum að hann stofnaði þar
íþróttaskóla, og fyrir minn atbeina stóð oftar en einu
sinni fjárhæð á fjárlögum handa Birni Jakobssyni til
íþróttakennslu. Björn hafði í fyrstu augastað á Lauga-
skóla, meðal annars af því að þar mátti gera ráð fyrir
góðri aðstöðu við skíðagöngur, þótt snjóleysi hafi raun-
ar hindrað þá íþróttaiðkun þar síðastliðna vetur. B. J.
dvaldi loks einn vetur í Noregi til að kynnast vetrar-
sporti Norðmanna og nema skilmingar. Eftir heimkom-
una ákvað hann að byrja íþróttadeild á Laugum, og
fór norður í því skyni vorið 1931 En er til kom sá hann
að skilyrðin voru betri á Laugarvatni og kom þangað
um haustið 1931 til að vinna að almennri íþrótta-
kennslu, en þó sér í lagi að hinum gamla draumi:
íþróttadeildinni.
Meðan stóð á byggingu skólahússins, hafði Guðmund-
ur Björnson landlæknir fengið Hjalta Jónsson skip-
stjói’a og fleiri sameigendur til að gefa Laugarvatni
fínan kappróðrarbót úr mahogni, áttæring. Var byggð-
ur yfir hann sérstakur skúr, og þurfti mikils með, því
að báturinn er 20 metra langur. Jafnframt var byggt
yfir minni báta um lefð. Með bátaeigninni var lagður
0*
L