Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Page 87
85
lítið frumvarp að velkjast fyrir þinginu. Það var um
íslenzkt leikfimispróf. Hingað til höfðu leikfimiskenn-
arar lært á ýmsum stöðum erlendis. Komu heim með
mismunandi áhrif og þekkingu. Engin festa var í neinu,
né skipulag fyrir landið allt. Þingið gekk inn á hug-
mynd þessa frumvarps og það var samþykkt. En um
leið varð að vera til staður, þar sem íslendingar gætu
búið sig undir íslenzkt iþróttapróf. Þessi lög eiga að
mynda grundvöll að starfi íþróttadeildar á Laugar-
vatni. Hvergi eru betri skilyrði. Hvergi kostur betn
kennslu en hjá þeim þrem íþróttakennurum, sem störf-
uðu þar síðastliðinn vetur. Þingið veitti ofurlitla upp-
hæð til íþróttakennslu. I vetur voru lærisveinarnir,
tveir ungir menn, sem hafa tekið á Laugarvatni sams-
konar nám og allir fyrirrennarar þeirra hafa sótt til
útlanda. Nú aðstoða þeir B. J. við að kenna 40 börnum
og 35 ungum stúlkum við vorskólann á Laugarvatni.
Jafnhliða því er B. J. að gera frumdrög að reglugerð
um íslenzkt leikfimispróf fyrir kennslumálastjórnina.
Ég vona að íþróttalífið á Laugarvatni verði jafnan
fjölbreytt og þróttmikið. Það verður tvennskonar.
Iþróttir í vetrarskólanum, miklar og margbreyttar.
íþróttir á vor og sumarnámskeiðum og íþróttir sumar-
gesta. En samhliða á að vaxa upp íþróttaskóli Björns
Jakobssonar, sem þá er aðeins deild af sjálfum Laugar-
vatnsskóla. Þar eiga karlar og konur að fá 10 mánaða
námsskeið ár hvert, sumir til að verða fimleikakenn-
arar við skóla landsins eða fyrir íþróttafélög. Aðrir til
að verða vel menntir íþróttamenn. Ef þetta lánast,
verður Laugarvatn höfuðstoð í íslenzkri íþróttamenn-
ingu.
Þá kemur röðin að vinnunáminu. Fyrsta byrjunin var
steinsteypa í tíð sr. Jakobs Lárussonar og bókbands-
kennsla Guðmundar Ólafssonar. Hefir hann kennt
fjöldamörgum nemendum bókband ár hvert, og er mikil
aðsókn að kennslu hans. Kemur það sér vel fyrir marg-