Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 89
87
falda röð af reynitrjám. Eftir 20 ár verða þau væntan-
lega orðin stór og fögur. Auk þess hefir G. Ó. látið
höggva hringbraut í þessa skógargirðingu og mun ætla
að planta þar á sama hátt og undirbúa þar skemmti-
göngur ófæddra kynslóða. Hin meiri skógargirðing er
nokkru fjær. Nær hún upp á fjallið og er mjög víð-
áttumikil. í þann skóg ganga sumargestir mikið. Hin
algerða friðun er farin að hafa sýnileg áhríf á skóg-
inn. Að einum mannsaldri liðnum ætti þar að verða
stórvaxinn skógur, bæði til gagns og prýðis.
Örstutt frá Laugarvatni er klakhús sveitarinnar, eitt
hið fullkomnasta, sem til er hér á landi. Þar er klakið
út mörg hundruð þúsund silungshrognum ár hvert.
Nemendur fylgjast með í starfinu allan veturinn, og
þeir, sem hafa þess þörf að læra klakvinnu, geta fengið
þar fullkomna kennslu í því starfi.
Svo langt er komið með vinnubragðakennsluna. En
meira er þó eftir. Frá því 1927 og til 1931 var ég
að þoka áfram nýju skipulagi um verklega kennslu í
hirðingu búfjár. Á sumarþinginu 1931 var loks sam-
þykkt heimild til Byggingar- og landnámssjóðs að lána
í fjögur kennslubú, eitt í hverjum fjórðungi landsins,
20 þús. kr í hvem stað, með 3þ^% vöxtum og afborg-
unum í nauðsynlegar byggingar. Nú er verið að koma
upp þessum kennslubúum fyrir norðan og austan. Á
Suðurlandi er enginn staður enn ákveðinn, og þar get-
ur enginn staður keppt við Laugarvatn. Eins og þar
er mest kennsla í garðrækt, smíðum, hússtjórn, þannig
á þar að vera kennsla í meðferð alifugla, svína, naut-
penings, hesta og sauðfjár. Meðferð þessara húsdýra er
víða á landinu svo ófullkomin, að þau gefa varla hálfan
arð við það, sem verið gæti. Þetta kemur áf því, að svo
margir menn halda, að ekki þurfi að nema hirðingu bú-
fjár. Erlendis læra menn slík vinnubrögð oft í 2—3 ár
á fyrirmyndarheimilum.
Ég álít að þessi kennsla í búfjárhirðingu á Laugar-