Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Síða 93
91
úr henni. Annars stendur skólinn auður og hefir engar
tekjur. Skólanefndin er að mestu leyti kosin af héraðs-
búum. Gert er ráð fyrir, að nemendur skólans hafi
með sér félag, nemendasamband, og að það samband
kjósi nokkurn hluta skólanefndar. Með þessu ákvæði
vildi ég fela skólana umsjá og vernd gamalla nemenda.
Engir ættu að unna skólunum meira en þeir. Engir
ættu fremur en þeir að láta sér annt um sóma þeirra
og gagn. Enn er þetta skipulag svo ungt, að ekki verð-
ur um sagt, hvort hér er of mikil bjartsýni, en til
lengstu laga vil ég vona, að mér hafi ekki skjátlazt með
trausti mínu til æskumanna landsins.
Sumir munu spyrj a: Hver á svo að verða árangurinn
af þessu margþætta skólalífi? Ég hefi barizt fyrir um-
bótum á skólum landsins í þeirri trú, að með því að
hjálpa æskunni til að menntast að þekkingu, áhuga,
venjum,smekk og vinnubragðakunnáttu,þáværi verið að
tryggja framtíð þjóðarinnar. Eg hefi látið mig dreyma
um að úr skólanum kæmi sterk, vonglöð og starfsöm
æska. Að skólarnir hjálpuðu til að skapa nýja þjóð í
nýju landi. Enn bendir allt til þess, að þessi draumur
muni rætast. Unga fólkið í héraðsskólunum lærir bók-
leg fræði, íþróttir og vinnu. Það hjálpar til að hirða
skólana, elda matinn og þvo þvottinn. Það sameinar
undir beztu kringumstæðum erfiðisvinnu og menning-
arstarfsemi.
Og er það ekki einmitt sú sameining, sem samtíðin
sækist eftir?
Tvö menntasetur á Islandi, bæði upp til dala milli
hárra fjalla, hafa heillað svo hugi nemenda, að þeir
telja þá sín heimili. Annar skólinn er Hólar í Hjaltadal.
Allir Skagfirðingar segja „heim að Hólum“. Hið sama
orðtak lifir á vörum Laugvetninga. Þeir segja jafnan
„heim að Laugarvatni“, er þeir minnast á sinn kæra
skólastað.
Jónas Jónsson.