Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Page 97
95
fyrir fundinn meðal annars frumvarp til laga fyrir
Nemendasamband Laugarvatnsskóla,
Urðu um það nokkrar umræður, en var síðan sam-
þykkt með lítilsháttar breytingum og afgreitt sem lög
sambandsins og fara þau hér á eftir eins og þau voru,
áður en fyrsta þing sambandsins hefir tekið þau til
endurskoðunar.
Á þessum fundi var og kosin stjórn sambandsins og
hlutu þessir kosningu: Bjami Bjarnason, skólastjóri,
Guðmundur Ólafsson, kennari, Guðmundur Gíslason,
kennari, Kristinn Stefánsson, kennari, og Stefán Jóns-
son, nemandi.
LÖG
Nemendasambands Laugarvatnsskóla.
1. grein.
Félagið heitir Nemendasamband Laugarvatnsskóla.
2. grein.
Tilgangur félagsins er:
a. Að stuðla að gengi Laugarvatnsskóla.
b. Að halda 'uppi samvinnu nemenda við skólann og
kennara hans, og stuðla að kynningu eldri og yngri
nemenda.
3. grein.
Tilgangi sínum hyggst félagið að ná með því:
a. Að halda sambandsþing 5. hvert ár.
b. Að gefa út rit hvert þingár, svo vandað að efni
og frágangi sem kostur er. — Þar sé birt yfirlit um
starfsemi skólans hvert finmi ára skeið.
c. Að flytja nemendum árlega fregnir af skólanum
og fornum skólafélögum, sem eru í sambandinu.
d. Að styðja að því jafnskjótt og fjárhagur og aðr-
ar ástæður leyfa, að eldri nemendur geti dvalið, ef þeir
æskja þess, um skemmri eða lengri tíma við sjálfsnám
í skólanum.