Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Síða 101
99
Alstaðar eru auðnir, sem þarfnast gróðurs og vegir,
sem þarf að ryðja.
Það þarf því eng'inn að kvíða að félag olíkar hafi ekki
nóg verkefni fyrir hvern þann mann, sem hefir áhuga
fyrir velferð æskunnar í landinu, og hefir þrótt til þess
að vinna störf, sem ekki verða launuð með öðru en
vdssunni um að hafa unnið heillaríkt starf.
Og grundvöilurinn hefir þegar verið lagður.
Með lögum um héraðsskóla, frá árinu 1929, er stigið
stórt og þýðingarmikið spor fyrir alþýðumentun hér
á landi. Með þeim lögum og undangengnum frarn-
kvæmdum í byggingu skóla og almennri vakningu á
nauðsyn þeirra, er hafið nýtt tímabil í menningarsögu
íslenzkrar alþýðu.
Þar er og meðal annars gert ráð fyrir nemendafélög-
um, sem starfandi og ráðandi aðila í rekstri og starf-
rækslu skólanna.
í 5. grein þessara laga segir svo meðal annars:
Rétt til þess að kjósa skólanefndarmenn öðlast félag
gamalla nemenda þegar héraðsskóli hefir starfað í 6
ár, enda séu í félaginu þriðjungur þeirra nemenda,
sem lokið hafa prófi við skólann síðustu 4 árin.
Þessi réttindi, sem nemendafélögunum er hér með
veitt, gefa þeim sérstakan tilgang og nýtt líf,
Þau vekja áhuga hins starfsfúsa manns með því að
tryggja honum möguleika til hagnýtra framkvæmda.
Og hér skeður einnig hið óvenjulega fyrirbrigði, að
æskunni sjálfri er geíinn kostur á hlutdeild í sínum
eigin málum.
Okkur sem hér eigum hlut að niáli, ber því skylda
til þess að bregðast ekki því trausti, sem okkur er hér
með sýnt, við verðum að vera albúnir til starfa, hvar
sem vantar liðsmenn við gott og göfugt verkefni. Og
við verðum einnig að gæta að því, að það er á fleiri
sviðum, sem við tökum við stærri og dýrari arfi en
nokkur önnur kynslóð á undan okkur hefir gert. Sú
7*