Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Page 103
Yfirlit og sleggjudómar.
Héraðsskólinn á Laugarvatni hefir staðið 5 ár
Þótt sá tími sé skammur, er fróðlegt og skemmtilegt
að líta til baka. Mér verður helzt að líta í huganum
yíir hóp þeirra manna, sem hér hafa verið að námi á
veturna. Það kom mér til þess að blaða í bókum skól-
ans, sérstaklega þó þeirri, er geymir nöfn nemenda.
Hver nemandi, sem til skólans kemur til vetrarnáms,
ritar þar nafn sitt, fæðingardag og ár, heimilisfang og
nöfn foreldra sinna.
Upp úr þessu samdi ég meðfylgjandi skýrslur.
I heimilisskýrslunni eru þeir einir taldir, sem komu
nýir hvert haust. Nemendatala var því hvern vetur
hærri en skýrslan sýnir.
Á skýrslunni sést, að nemendur úr Árnessýslu eru
ekki 14 hluti allra nemenda, aðeins tæp 24%.
Sé Rangvellingum og Vestur-Skaftfellingum bætt
við, verði þeir allir nálega V3 hluti nemenda.
Einusinni kom þessum sýslum. til hugar að vinna
saman að skólastofnun.
Við kennarar og forstöðumenn skólans eigum ekki
því láni að fagna, að nemendur séu nær allir úr nær-
sveitunum.
Hverjum slíkum skóla sem þessum er hagur að því
að eiga gamla nemendur í nánd.
Ef nemendum er hlýtt til skólans eftir að hafa dval-
ið þar, hafa þeir, ef þeir eiga heima í nánd við hann,
aðstöðu til og verða fúsir til að styðja hann, er staða
þeirra í lífinu er orðin sú, „að á þeirra herðum hvila