Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Side 106
104
íslendingar eru allir náskvldir, þeir hafa blandazt
fuiðu mikið saman. Ekki þarf ættfróðan mann til að
sjá það. Þær sveitir eru fáar, sem eru eins og Mývatns-
sveit, að nær allir íbúar sveitarinnar eru af sama bergi
brotnir. Þeir eru nærri allir annaðhvort af Skútustaða-
ættinni eða Reykjahlíðarættinni — margir eru af báð-
um. Þar hefir ekki verið rúm fyrir „aðskotadýr“.
Og Islendingar rnunu blandast meira saman eftirleið-
is en áður — greiðari samgöngur og fleira veldur því.
Ekki hefir þessi skóli stutt neitt verulega að því,
auka þá blóðblöndun og tel ég það vel farið.
Sumir bjartsýnir menn hafa þó sagt, bæði í gamni og
alvöru, að þessir samskólar karla og kvenna af ýms-
um landshornum mundu valda slíkri blöndun og þar af
leiða mikilsverðar mannkynsbætur, þegar frá iíður.
Munur íslendinga er helzt að máli, dálítill munur er
á fasi og framgöngu — útlitsmunur er nær enginn. Þó
verður hans vart.
En allar mælingar og athuganir vantar ]?ar.
Væri mjög fróðlegt og gaman að rannsaka það efni.
En oft verður mér, er ég sé mann langleitan, svip-
mikinn, en bjartan yfirlitum, að ímynda mér, að hann
sé upprunninn úr Borgarfirði eða Mýrum.
Vera má að ummæli Þorsteins Egilssonar í Gunn-
laugs sögu Ormstungu um „hvíti og yfirbragð Mýra-
manna“ villi mér þar sýn.
Hugmynd sú festist hjá mér ungum, er ég las sög-
una, að svona væru allir Borgfirðingar og Mýramenn.
Borgfirðingar og Mýramenn eru með myndarlegustu
Islendingum. Héraðið er af náttúrunnar hendi bezta
hérað á íslandi. Þeir hafa verið leiddir í gott haglendi
á bökkum mikilla vatna.
Ég hefi haft gaman að grafast eftir þessum mismun
á þjóðinni í ýmsum landshlutum.
Og af því að þetta hefir verið mér athugunarefni,