Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Page 113
111
burðarmismuninn skeyta fáir, jafnvel ekki sumir
menntamenn. Má heyra það í útvarpinu.
Kennarar ættu að hafa samtök um að stuðla að því
að breyta framburði, jafnvel ýmsum atriðum hans,
sem eru venja um allt land, en er ófögni' og ekki mjög
gamlar breytingar.
Út í þá sálma skal ég ekki fara hér og heldur ekki
í hinar mismunandi merkingar í sumum orðum í hin-
um ýmsu landshlutum.
Vil aðeins ráða Norðlendingum til að nota ekki
orðið bjálfi í jafnvíðri merkingu og heima hjá sér, er
þeir koma á Suðurland. Og Sunnlendingum ræð ég til
þess að nota ekki mikið sögnina að beiða, er þeir tala
við Norðlinga.
Þessi og annar merkingamunur verður stundum bæði
hláturs- og hneykslisefni, þar sem nemendur eru úr
ýmsum landshlutum.
En af hverju kemur þessi mismunur á framburði
Sunnlendinga og Norðlendinga?
Það verður ekki sannað.
í flestum atriðum, er þá greinir á, er norðlenzki
framburðurinn harðari. Það þarf áreiðanlega meiri
kraft og vind (anda ef til vill betra) til að frambera á
norðanmanna vísu.
Norðlendingar og Norðaustfirðingar eru hraðmæltari
og harðmæltari.
Kemur það af því, að þeir eru fjörmeiri en ninir og
lundin léttari.
En þann eðlismun hygg ég stafa af því, að þeir
njóta meira hreinviðris og sólar.
Kuldinn er að sönnu meiri þar en hér.
En þurrafrost, ef það keyrir ekki úr hófi, hefur ekki
lamandi áhrif á þá menn, sem hreyfingu hafa.
En það gjörir þokan og súldin.
Hér með fylgir skýrsla um aldur nemenda. Meðai-
aldur færist niður og er það ekki gott. Margir beztu