Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Síða 130
128
smíðakennslunnar sér hann um allt viðhald húsa og
húsmuna, og leggur hann gjörva hönd á hvaða tegund
smíða, sem vera skal.
Þetta sama haust kom Björn Jakobsson leikfimis-
kennari hingað. Með sérstökum samningi við skólann,
hefir hann nú einkaíþróttaskóla hér fyrir kennaraefni
í þessari grein. Hann kennir þó jafnframt við aðal-
skólann, að nokkru leyti með kennsluskiptum. Skólinn
nýtur þannig kennslu hans án mikils fj árframlags.
Þetta fyrirkomulag er sérlega æskilegt fyrir skólann.
Sumarið 1932 flutti Ragnar Ásgeirsson garðyrkju-
ráðunautur hingað. Hann vinnur að nokkru leyti að til-
raunum í garðyrkju fyrir Búnaðarfélag íslands ásamt
ræktun fyrir skólann, en sumpart starfar hann sern
kennari við skólann.
Þessir kennarar hafa kennt við skólann skemmri eða
lengri tíma: Séra Jakob Ó. Lárusson, Guðmundur Ól-
afsson, Arnheiður Böðvarsdóttir, Bjarni Bjarnason, Guð-
rún Eyþórsdóttir, Guðmundur Gíslason, Sigurður Thor-
lacius, Kristinn Stefánsson, Þórður Kristleifsson, Berg-
steinn Kristjónsson, Björn Jakobsson, Þórarinn Stef-
ánsson og Ragnar Ásgeirsson. Magnús Böðvarsson
kenndi steinsteypu tvo vetur, Guðrún Þorsteinsdóttir
kenndi söng um tíma.
Séra Jakob Ó. Lárusson, Sigurður Thoriacius og
Kristinn Stefánsson störfuðu hér aðeins eitt ár hver.
Hinir, sem riefndir hafa verið, eru nú kennarar skólans.
Aðstoðarkennari var, á síðastliðnu ári Baldur Krist-
jónsson. Hann er ungur íþróttakennari, sem stundað
hefir nám á Statens Gymnastik Institut í Kaupmanna-
höfn eitt ár.
Vorsamkoma 12. júní 1932.
Það, sem einkum var markmið með samkomu þess-
ari, var þetta tvennt: Að skemmta gestum, og gefa
þeim kost á að kynnast sumum þáttum í starfi skól-