Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Side 156
154
í hana fer, eins og hér tíðkast um stúlkur. Ennfremur
má rökstyðja þessa ályktun með því, að mikil handa-
vinna, á ekki lengri námstíma, mundi draga um of tíma
og starfsorku frá öðru námi og raska þannig jafnvægi
meðal þeirra greina, er höfuðáherzla hvílir á í skólan-
um. — Þær stúlkur, sem æskja eftir handavinnu sem
aðalnámi, eiga völ á slíku í húsmæðraskólum og á hin-
um og öðrum námskeiðum í allskonar kvenlegri iðju.
Við frú Guðrún Eyþórsdóttir lítum sömu augum á
þetta. Hún hefir jafnan sýnt fullkominn skilning á
högum nemenda sinna, og haft margskonar ómetanlega
þýðingu fyrir ungu stúlkurnar í skólanum, bæði með
kennslu sinni og áhrifum á annan hátt.
Handavinna pilta.
Piltar smíðuðu aðallega fyrir skólann, einnig dálítið
fyrir sjálfa sig. Smíðuðu þeir borð og stóla í bókasafn-
ið, borð og bókahillur í herbergin, ennfremur unnu þeir
að viðgerðum á húsmunum o. fl. Máttu piltar velja um
hvort þeir kysu heldur bókband eða smíðar. Nokkrir
unnu hvorutveggja.
Sumir menn líta svo á, að nemendur eigi að vinna
einungis fyrir skólann. Getur einnig verið mikils um-
vert, að hægt sé að færa heim með sér muni, sem unn-
ir hafa verið í skólanum.
íþróttir og ferðalög.
Hverjum nemanda var kennd leikfimi daglega, sund
einu sinni til tvisvar á dag. Áhugi fyrir íslenzkri glímu
fer þverrandi að sama skapi sem leikfimi- og sundiðk-
un vex. Fyrstu daga aprílmánaðar s. 1. var haldið skóla-
mót í leikfimi í Pieykjavík. Tveir flokkar, 10 piltar og
10 stúlkur, frá Laugarvatnsskóla sýndu leikfimi á
þessu móti. Tvö undanfarin vor hefir verið prófað
bæði í leikfimi og sundi og einkunnir í þessum grein-
um gerðar jafn réttháar á prófi sem aðrar námsgi'ein-