Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Page 160
158
Flateyri, 18 mín. 23,4 sek., — 24X4 st.: Sigurjón Gísla-
son úr Rvík 1 mín. 19,9 sek., Guðmundur Bjarnason,
1 mín. 22 sek., Kolbeinn V. Guðmundsson, 1 mín 24
sek., Birgir Runólfsson 1 mín. 25 sek., Sveinn Stefáns-
son, 1 mín. 25 sek.
Skíðafæri var með betra móti í vetur; á tímabili
voru því iðkaðar meiri skíðaferðir en tækifæri hefir
leyft fyr. Góðar skíðabrekkur eru ekki nær en 2—3
rastir frá skólanum. Nokkrum sinnum var farið í fja.ll-
ferðir, þó var ekki, að jafnaði, farið lengra en svo, að
ferðamenn næðu hejm aftur samdægurs. Tveir hópar
pilta komust þó alla leið upp á Skjaldbreið, og gistu
þeir báðir í Skógarkoti í Þingvallasveit. Til þess að
komast til og frá héðan til Þingvalla hefir ekki nægt
einn dagur. I Þingvallaleiðangrum hefir því athvarf
nemenda orðið þetta sama heimili, en þrátt fyrir þenn-
an margendurtekna átroðning- af Laugvetningum, er
þeim sí og æ tekið opnum örmum endurgjaldslaust.
Fj órir piltar fóru í Hekluför og komust á efsta tind
hennar. Þá fór einn hópur að skoða mjólkurbúin í Öl-
fusi og Flóa, Auk þessa voru farnar margar styttri
ferðir.
Skautasvell á vatninu var sjaldnar en kosið hefði
verið og var þess mikillega saknað, meðal annars vegna
þess, að skólinn hafði eignazt „ishockey“-tæki (stafi,
knetti, glófa og legghlífar). í vetur kom þetta að eng-
um notum.
Svo sem getið er um á öðrum stað barst skólanum
verðlaunapeningur til víðavangshlaups. Fimm piltar
tóku þátt í hlaupinu: Guðni Örvar Steindórsson úr
Reykjavík, Jónas Jónsson Akureyri, Kjartan Sveinsson
V.-Skaftafellssýslu, Pétur Jóhannsson úr Þingvalla-
sveit og Sigurður Sigurðsson frá Vestmannaeyjum.
Vegalengdin, sem hlaupin var, var um 5 rastir. Fljót-
astur varð Pétur Jóhannsson og Jónas Jónsson næstur.
Þeir voru rúmar 18 mín.