Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Page 162
160
nám í'yrir íþróttakennara geti verið eins fullkomið og
æskilegt er, en þó ekki svo að nokkur ástæða væri til
þess að draga lengur framkvæmdir í þessu máli, og cf
allt fer að vonum, tekst smám saman að bæta úr því,
sem nú vantar.
Bókasafnið.
Skólaárið 1931—1932 voru keypt 118 bindi. Tekjur
bókasafnsins voru það ár kr. 949.65.
Byrjað var að semja spjaldskrá, og verður safninu
raðað eftir henni, þegar hún er fullgjörð.
Skólaárið 1932—1933 voru keypt 54 bindi.
Tekjur urðu nokkuð minni. Bókagjafir hefir safmð
fengið og helzt frá þeim mönnum, sem starfa við skól-
ann. Gjafar Margrétar Vigfúsdóttur verður síðar getið
sérstaklega.
Vigfús Guðmundsson veitingamaður, sem stóð fyrir
veitingum hér sumarið 1932 ánafnaði safninu kr.
200,00, er reikningar gistihússins voru gjörðir.
Það er langstærsta gjöfin.
I safninu eru á skrá um 1750 rit og eni þau um
2400 bindi.
Þess er getið á öðrum stað, að Guðmundur Ólafsson
kennari hafi umsjón með bókasafninu. Öll sú vinna,
og hún er mikil, sem hann hefir helgað bókasafninu,
er aukavinna ekki lítils virði. Hann kennir nemendum
bókband og lætur þá binda fyrir safnið og sjálfur hef-
ir hann bundið marga bókina. Þessi iðjusami og dug-
legi kennari, er ósérhlífinn og vinnur jafnan miklu
meira en honum í raun og veru ber. Enda sést árangur
iðju hans, þó ekki sé á annað bent en bókasafnið.
Messur og fyrirlestrar.
Sóknarpresturinn messar við og við. Séra Eiríkur á
Torfastöðum flutti einnig eina messu.
Fyrirlestrar eru fluttir af kennurum skólans eftir