Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Page 167
165
um, er hingað hafa komið í heimsókn, mætti þó sér-
staklega nefna stúlkur úr í. R. og pilta úr sama félagi,
er sýndu hér leikfimi til eftirbreytni og stórskemmt-
unar. Voru þetta nemendur Björns Jakobssonar.
Við og við koma gamlir nemendur skólans í heim-
sókn og dvelja sumir þeirra dálítinn tíma. Oft ber það
einnig við, að foreldrar, einkum þeir, er eiga börn sín
í skólanum ár eftir ár og búsettir eru í nálægð við
hann, heimsæki staðinn.
Gjafir.
Magnús Torfason: Krónur 3100,00.
Freymóður Jóhannesson: Málverk.
Böðvar Magnússon: Half a crown sem verðlauna-
pening.
Sigurður Einarsson (fyrrum nemandi hér): Tveir
silfurpeningar til verðlauna fyrir íþróttir.
Einar Helgason: Aburðarsýnishom í glösum.
Teitur Þórðarson gjaldkeri í Reykjavík: Mysteries
of hypnosis (bók).
Dansk-íslandsk Samfund: Budbringer 25 eint.
Margrét Vigfúsdóttir frá Skarði í Gnúpverjahreppi,
sem lengá hefir dvalið í Ameríku: Syrpa 1.—9. árg.
bundin. Almanök Ólafs S. Thorgeirssonar 1899—1932 og
9 úrklippubækur. 1 þeim eru helztu dánarminningar
úr íslenzkum blöðum, sem gefin eru út í Ameríku svo
og kvæði og greinar. Þetta er ánægjuleg hugulsemi af
svo fjarstaddri konu. Þökk fyrir ræktarsemina.
Heimavistin.
S. 1. haust urðu hér ráðskonuskipti, Anna Jónsdótt-
ir, sem gegnt hafði því starfi þrjú undanfarin ár, gift-
ist og hætti þessvegna. Dagbjört Jónsdóttir, frá Tungu
í Fljótum, tók við. Einnig kennir hún á vornámsskeiði
ungra kvenna og húsmæðra. Hún hefir numið tvö ár
á Ankerhus Husholdningseminarium Sorö og lokið þar