Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Blaðsíða 170
Lokaþáttur.
Tveggja ára skólaskýrslur, sem birtar eru hér að
framan, eru nokkuð langar. Vona ég að þær gefi nokk-
uð glögga hugmynd um skólann, störf hans og skipu-
lag. Mun ég því ekki. rita langt mál til viðbótar. Þó
tel ég þess þörf að minnast sérstaklega tveggja at-
riða nánar en skýrslur gefa til kynna. Hið fyrra er
um námið og prófin, hið síðara um sambúð pilta og
stúlkna í heimavistarsamskóla.
Þess er áður getið, að nemendur eru lauslega próf-
aðir í byrjun hvers skólaárs. Kemur þá strax í ljós,
hve undirbúningur er misjafn. Er þar um að kenna
misjöfnum barnaskólum og ólíkum gáfum og nám-
hæfni. Telja margir rétt, að bamaskólarnir fækkuðu
námsgreinum, en sýndu skrift og lestri meiri um-
önnun en gert er. Reynslan sýnir, að oft er mjög
bágt ástand í þessum efnum hjá börnum um ferm-
ingu. Þau börn, sem trauðla virðast geta lært slík
undirstöðuatriði, sem lestur og skrift, ættu ekki að
flytjast bekk úr bekk og bæta við sig hverri nýrri
námsgreininni á fætur annarri, til jafns við þau börn,
sem veitist allt nám auðvelt. Af ýmsurn ástæðum
eru auðveldari bollaleggingar um þessa hluti, en að
ráða þeim farsællega til lykta. Þetta veit ég af eigin
reynd. Hugsanlegt er, að fækka mætti námsgrein-
um í bamaskólum, en gæta verður þess, að vun ferm-
ingaraldur hætta mörg börn skólagöngu. Oft þau,
sem auðvelt eiga með nám og kunna mikið, að loknu