Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 6

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 6
140 HELGAFELL treystir á sjálfan sig og metur manndóm sinn meira en efnahagslega velsæld. HELGAFELL fagnar þessari stefnu- breytingu og vonar, að með henni hefjist nýtt og betra tímabil í þjóðlífi Islendinga. Efnahagskerfi, sem reist var á sjálfsblekk- ingum, höftum og erlendum lántökum, hef- ur verið varpað fyrir borð, en í stað þess hafin bygging nýs þjóðfélags á grundvelli athafnafrelsis, félagslegs öryggis og efna- hagslegs sjálfstæðis. Fávíslegt væri að lialda því fram, að þeirri smíði verði senn lokið og allt fullkomnað. Óteljandi verk- efni bíða úrlausnar, enda skiptir hér, eins og í öllurri mannlegum hlutum, mestu máli, að ætíð miði í rétta átt og tekið sé á þeim vandamálum, sem að höndum ber, með einurð, manndómi og réttsýni. ★ ★ ★ HÁTÍÐ LISTA EÐA HÉGÓMA? Tækni nútímans hefur haft djúptæk áhrif á listirnar ekki síður en á aðra þætti mannlegs lífs. Sérhæfing og listræn stóriðja, sem á sér aðsetur í helztu stór- borgum heimsins, set- ur í sívaxandi mæli svip sinn á listrænt starf, hvar sem er í veröldinni. Þessi þróun hefur valdið því, að einstaklingurinn er að verða í listnautn sinni sífellt óvirkari aðili, ef svo má að orði komast. Hann verð- ur neytandi hinnar listrænu framleiðslu, annað hvort sem hlustandi eða áhorfandi, en hvorki þátttakandi í né í náinni snert- ingu við listsköpunina sjálfa. Þannig má finna fjölda borga um allan heim, sem eru margfalt stærri en Reykjavík, en þar sem lítið sem ekkert listrænt starf er unnið og hvorki rekið leikhús né sinfóníuhljóm- sveit. í samanburði við þetta er Reykjavík vel sett. Þrátt fyrir fámenni er hún höfuð- borg sjálfstæðrar menningarþjóðar, og fjar- lægðin frá öðrum löndum og sérstök tunga hamla því, að hér drukkni allt í erlendri inenningarframleiðslu. Þess vegna hefur ís- lendingum líka tekizt hingað til að byggja sjálfstæða og að ýmsu leyti grózkumikla iiststarfsemi, án þess að loka augum eða eyrum fyrir því, sem aðrir hafa upp á að bjóða. Samt er sízt ástæða til sjálfs- anægju. Þróttmikil og skapandi menning mun ekki lifa lengi með svo lítilli þjóð nema vel sé á haldið. A aðra hlið vofir yfir sú hætta, að innlend listsköpun verði kaf- færð af hinum ágengu erlendu áhrifum, en á hina, að hún koðni niður í meðalmennsku í skjóli þjóðlegrar einangrunar. Á milli þessara boða verður að sigla, en varla mun nokkur stofnun ráða meiru um það, hvernig sú sigling tekst, en Þjóðleik- lnísið, sem brátt heldur upp á tíu ára af- ír æli sitt. Er því ekki úr vegi að spyrja, hversu því hafi tekizt að gegna hlutverki sínu til þessa. Það er ekki ætlunin að leggja hér dóm á starfsemi Þjóðleikhússins síðastliðin tíu ár, enda þótt sízt væri vanþörf á því, að sú saga yrði rakin, því að af henni mætti marga lærdóma draga. Án slíkrar sagnaritunar má þó vafalaust fullyrða, að það leikár, sem nú er á enda, hafi verið bið fátæklegasta, síðan leikhúsið tók til síarfa, og bendir það ekki til þess, að til inikilla framfara horfi um starfsemi þess. Þó reyndu menn að sætta sig við deyfð vetrarmánaðanna í trausti þess, að verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.