Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 68
198
HELGAFELL
gagnrýninni á því umhverfi, sem Blixen lætur
sögur sínar gerast í. Þó ber ekki nauðsyn til
að fara svo langt, því hafna má þessari gagn-
rýni af öðrum ástæðum. í öllum skáldskap
sínum segir hún frá fólki, sem hún hefur yndi
af að lýsa af mikilli og hvassri gagnrýni. Hún
fellur ekki í stafi af barnalegri aðdáun á því.
Hún dáir aðeins nokkrar af hinum gömlu
hugsjónum, sem það var fulltrúi fyrir, þar
sem henni aftur á móti finnast aðrar hugsjón-
ir þess fela í sér sjálfsmorð og dauða, eins og
skýrast kemur fram í „Karyatiderne".
Því ber þó ekki að neita, að síðasta
bók Karenar Blixen, er ekki gallalaus með
öllu. Blixen verður ekki talin frumlegur stíl-
isti. Frásagnarháttur hennar minnir oft og
tíðum á tímabil, sem löngu voru runnin fyrir
daga J. P. Jacobsens og Hermans Bang. Hún
hefur ekkert lært af hinni impressjónísku frá-
sagnarlist Bang né málsnilld Jacobsens. Það
kemur alltof oft fyrir, að hún lætur nægja
að lýsa með hversdagslegum orðum eins og
yndislegur, dásamlegur, dýrlegur, unaðslegur,
hrífandi og þannig endalaust. Lýsingarorð,
sem hún notar eins og óhófsmaður áfengi.
Þess vegna eru sögurnar, hvað málfar suertir
ekki sérkennandi á neinn hátt, lítið eitt
væmnar og bragðdaufar. Frúna skortir stór-
brotna málsnilld Jóhannesar V. Jensens og
Thöger Larsens. Og því verður ekki neitað,
að umhverfi það er hún lýsir, dregur þennan
galla mjög skýrt fram. Ennfremur eru per-
sónulýsingarnar oft ótrúlega yfirborðslegar.
Skáldkonan lætur undir höfuð leggjast að
skýrgreina djúptækar geðshræringar, hún vík-
ur sér undan því með óskiljanlegum yfir-
borðshætti.
Eitt átakanlegt dæmi af mörgum skal hér
nefnt.
Það er úr sögunni „Ib og Adelaide“. Adel-
aide hefur yfirgefið Ib og þá segir:
„Meðan Ib staldraði við, lék stór hljóm-
sveit á götu í Kaupmannahöfn voldugt stef,
Liebesflucht Adelaide.“
Þetta lag á að koma í staðinn fyrir allar
frekari lýsingar á hugarstríði Adelaide.
Á hinn bóginn reynir skáldkonan að bæta
úr þessum annmörkum með frásagnarsnilld,
sem alltaf tekst að hrífa lesandann allt til
söguloka. Styrkur hennar er einkum fólginn
í hæfileikanum að gefa í skyn, svo að lesand-
inn er knúinn til að hugsa sjálfur.
í dönskum bókmenntum táknar skáldskap-
ur hennar endurvakningu upphaflegrar og
óháðrar frásagnarlistar, sem raunsæisstefnan
hafði nær útrýmt. Lífsskoðun hennar og list-
sýn er tvímælalaust runnin frá bókmennta-
stefnu síðasta tugs 19. aldarinnar. Þegar skáld
eftirstríðsáranna í Danmörku tóku ástfóstri
við þetta Ijóðræna tímabil, var ekki að furða,
að Karen Blixen ásamt Martin A. Hansen
yrði fyrirmynd þessara skálda, þótt þau væru
alltof ógagnrýnin og gleyptu við öllu, sem
luin lét frá sér fara.
1 sögunni „Vejene omkring Pisa“ rœða
danski greifinn og unga stúlkan m. a. um
skyldur gestsins og húsfreyjunnar. Unga
stúlkan segir þar, að húsfreyjan eigi alltaf
eina ósk sér til handa: Hún vill láta þakka
sér fyrir. Skal nú ljúka þessu spjalli með því
að minna á, að um langt skeið var Karen
Blixen líkt innan brjósts og frönsku eldabusk-
unni frábæru í „Babettes Gœstebud“, sem
enginn skildi, loks þegar hún fékk notið sín.
Ilugsum okkur þá Karen Blixen í hlutverki
Babettes og að þessa stuttu kvnningu á skáld-
skap hennar megi skoða sem þakklætisvott
fyrir það, sem hún hefur veitt lesendum sín-
um víða um heim á síðustu 25 árum.