Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 39
ALDOUS HUXLEY:
Grein þessi, sem hér birtist í þýðingu er kapít-
uli úr bók Huxleys, Brave New World Revisited
(Chatto & Windus, London, 1959). Sú bók fjallar
einkum um tvær þær hættur, sem nú steðja að
mannkyninu: offjölgun og ofskipulagningu. Hún
flytur djarflega áskorun til mannkynsins að var-
ast f tíma þá algeru ánauð mannsandans, sem
tækniþróun virðist óhjákvæmilega hafa í för með
sér, ekki einungis í einræðisríkjum nútímans held-
ur einnig í lýðræðisríkjum. I Brave New AVorld,
sem út kom 1931, lýsti Huxley í óhugnanlegum
myndum heimi framtíðarinnar, eins og hann hugs-
aði sér hann, þegar ríkisvaldið hefði tekið í sínar
hendur mannrækt samkvæmt vísindalegri tækni.
Því miður virðast ýmsir fáránlegir spádómar hans
þá vera komnir langt á leið að rætast.
Helgafell mun síðar birta fleiri kafla úr hinni
nýju bók Huxleys.
v-----------------------------------------------------)
Ekkert ber oss hraðar áleiðis til þess mar-
traðarástands, sem ég nefni Fögru, nýju ver-
old, heldur en ofbyggð og sívaxandi fjölgun
mannfólksins; í dag er íbúatala heimsins tutt-
ugu og átta hundruð milljónir, um næstu
aldamót verður hún fimmtíu og fimm liundr-
uð milljónir, og allur þorri mannkyns á
um einungis tvennt að velja: algert stjórn-
leysi eða einræðisskipulag. Mannfjöldinn
gengur æ nær forðabúri jarðarinnar, en fleira
kemur líka til, sem ber oss áfram í einræðis-
áttina. Offjölgunin, blindur, líffræðilegur óvin-
ur frelsisins leggst á eitt með tröllauknum
öflum, sem einmitt þær tæknivísindalegu
framfarir, sem við þykjumst mest af, hafa
leyst úr læðingi. Og þykjumst af með fullum
rétti, því að þessar framfarir eru ávöxtur
snilligáfu, óþrotlegrar elju, rökvísi, ímyndun-
arafls og ósíngirni — í stuttu máli gáfna og
siðferðilegs afls, sem við dáum skilyrðislaust.
En — það er eðlislögmál, að ekkert fæst
ókeypis í heimi hér. Þessar furðulegu og dá-
samlegu framfarir höfum vér orðið að borga
fyrir. Vér erum meira að segja enn að borga
af þeim, eins og þvottavélinni, sem keypt
var í fyrra, og afborganirnar fara síhækkandi.
Margir sagnfræðingar, þjóðfélagsfræðingar og
sálfræðingar hafa skrifað langt mál af þungum
áhyggjum yfir því verði, sem vestrænir menn
hafa goldið fyrir tæknilegar framfarir og halda
áfram að gjalda. Til dæmis benda þeir á, að
þess er varla að vænta, að lýðræði dafni í
þjóðfélögum, þar sém pólitískt og efnahags-
legt vald er smám saman að flytjast á hend-
ur fárra og á einn stað. En tækniþróunin hefir
leitt og leiðir enn til slíkrar sameiningar og
slaðsetningar valdsins. Eftir því sem vélar þær,
sem notaðar eru við stóriðju verða afkasta-
meiri, verða þær líka margbrotnari og dýrari
—og að sama skapi erfiðara fyrir þann, sem
ekki á yfir miklu fé að ráða, að eignast þær.
Ennfremur er það svo, að stóriðja fær ekki
þrifizt án víðtækrar dreifingar, en slík dreif-
ing er svo miklum erfiðleikum bundin, að
hún er einungis á færi hinna stærstu iðju-
hölda. í heimi stórframleiðslunnar og sam-
svarandi vörudreifingar stendur smáframleið-
andinn með sitt takmarkaða rekstrarfé mjög
höllum fæti. Hann glatar fé sínu í samkeppn-
inni við stórframleiðandann og að lokum sjálf-
stæði sínu; hinn gleypir hann. Eftir því sem
litlu framleiðendunum fækkar, flyzt efnahags-
lega valdið á hendur æ færri mönnum. í ein-