Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 94
224
HELGAFELL
gegnt 16. bls.) heitir Stútur, en ekki Strútur
(sbr. myndatexta gegnt 33. bls.).
í bókarauka þeim, Úr dagbókum, er undir-
ritaður bjó til prentunar hefur orðið leiður
mislestur á dagbókarhandriti höfundar á ein-
um stað: þursa og þjóðlöð í stað þerra og
þjóðlöð (bls. 313). Ber það hvorki mér né
öðrum prófarkalesurum gott vitni að ráma
ekki í niðurlagsorð 4. erindis Ilávamála, svo
að þetta yrði lagað í meðförunum. Væri mér
vissulega kært, ef eigendur bókarinnar vildu
leiðrétta þetta fyrir sig.
★
Þriðja bókin, Mannraunir, jrásagnir og rœð-
ur (251 bls.), er nýkomin út. Hún liefst á
minningargrein Jóhannesar Áskelssonar um
Pálma Hannesson látinn, og birtist hún upp-
haflega í Náttúrujrœðingnum. 1 fyrri hluta
bókarinnar eru ellefu frásagnir um minnis-
stæðar og sviplegar ferðir, sumar með þjóð-
sagnablæ. Að einni undantekinni hafa þær
áður verið prentaðar í Ilrakningum og heiða-
vegum.
Má með sanni segja, að flestir þessir þættir
eru hreinar perlur í íslenzkum bókmenntum,
enda er auðfundið, að höfundur hefur í æsku
drukkið í sig þjóðlega frásagnarlist bæði í
ræðu og riti. — Ætti ég að velja úr þáttum
þessum, mundi ég fyrst nefna Villu á örœjum
og Dirjskujör Sturlu í Fljótshólum.
í síðari hluta þessa bindis eru 19 skóla-
ræður og fyrirlestrar Pálma. Er þar margt,
sem lýsir lífsskoðun hans bæði sem skóla-
stjóra og einstaklings.
★
Þessar línur eru aðeins bókafregn til þess
að vekja athygli á merku ritsafni eftir sér-
stæðan og sérlega vinsælan höfund, sem al-
þýða manna hefur þegar tekið ástfóstri við.
Þótt margt í þessu ritsafni sé áður kunnugt,
mun margur taka því fegins hendi og lesa á
nýjan leik. Vinum hans mun oft finnast sem
þeir heyri rödd lians og málblæ um leið og
þeir blaða í því, svo persónuleg og innileg er
frásögn hans og framsetning. Ungri kynslóð
má óhætt velja bækur Pálma Hannessonar
sem sýnishorn þess, er einna bezt hefur ritað
verið á voru máli.
Jón Eyþórsson