Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 96
226
HELGAFELL
Ég minntist á Akrafjall og nú vil ég taka
það sem dæmi um form íslenzks landslags.
tJr Reykjavík að sjá er það eins og kletta-
veggur, sem steyptur hefur verið í heilu lagi
en fínlegri að vísu en mörg hamrabelti ís-
lenzkrar náttúru. Það eru líka þessir grófu
drættir, sem eru sérstaklega áberandi í lýs-
ingum málaranna af fjallinu. Þeir stinga í
augun við fyrstu sýn. Hins vegar geta menn
ekki horft á fjallið til lengdar án þess að upp-
götva hin fjölmörgu smáatriði innan ramma
massans. Efst komum við auga á línuna, sem
nemur við himininn, langa og blæbrigðaríka
en örþunna og mjóa línu, svo manni finnst, að
það mætti svipta henni í sundur í einu vet-
fangi. Út frá henni kvíslast margar línur
álíka veikbyggðar. Þær skoppa niður eftir
hlíðunum eins og lækjarsprænur og skera
heildarflötinn niður í margvíslegar smærri
skákir. Þessar skákir eru bláar eða grábláar,
stundum fjólulitaðar eða jafnvel grænleitar
og rauðar í morgunskímunni og kvöldrökkr-
inu. Nú væri engin goðgá að hugsa sér, að
málari færði sér í nyt þessa deilingu Akra-
fjalls: að hann færi ósköp frjálslega með stef-
ið, semdi við það margskonar tilbrigði en léti
þó grilla í heildarmyndina. Þannig fóru kúb-
istarnir að á fyrstu tugum aldarinnar og ár-
angurinn varð meira að segja hinn prýðileg-
asti. En einhvern veginn varð þetta þreyt-
andi og ófrjótt starf til lengdar. Hvers vegna?
Vegna þess, að fjallið eins og við skynjum
það með sjónhimnu okkar er raunheimur
landslagsins.
En raunheimur málverksins, er hann að
ýmsu leyti fjarskyldur formi landslagsins? Ég
er ekki í nokkrum vafa um það. Að minnsta
kosti er þetta tvennt jafn ólíkt hvort öðru
og landslagið er ævinlega frábrugðið verkum
mannanna. Og ég held satt að segja, að bilið
sé svo breitt, að ekki sé ómaksins vert fyrir
málarana að líkja eftir dráttum landslagsins
á einn eða annan veg einkum eftir að þeir
hafa komið auga á skika, sem er óþrjótandi
uppspretta verkefna. Hitt er svo annað mál,
að maðurinn sjálfur er líklega jafn víðfeðm
náttúra og fjallið eða sandurinn. Og sem slík-
ur verður hann fyrir djúpum áhrifum af
landslaginu, birtu þess og skuggum. En víkj-
um að raunheimi málverksins. Hér í Reykja-
vík var á síðastliðnu hausti haldin málverka-
sýning, sem dró hann svo eftirminnilega fram
í dagsljósið, að jafnvel sumir efasemdarmann-
anna hlutu að reka upp stór augu. Nú ætla
ég mér ekki þá dul að gera grein fyrir list
Þorvalds Skúlasonar í stuttri tímaritsgrein.
Þessar myndir snerta svo margvísleg vanda-
mál, að óhugsandi væri að kryfja þau til
mergjar í einni svipan. Samt freistast ég til
að minnast á eina mynd og það er vegna þess,
að aflið, sem býr í listamanninum og leitar
útrásar í litahljómum, sterkbyggðum og fín-
gerðum á víxl, þjappast betur saman í henni
en öllum hinum að mínum dómi. Þetta er
meðalstór mynd, sem hékk á suðurvegg Lista-
mannaskálans til hægri í miðju. Hún ber hið
stutta og laggóða nafn: málverk. Hvernig
lítur hún út að innanverðu? Ég skal reyna
að svara þessari spurningu. A grunni dúks-
ins myndast annar grunnur við jaðrana. Hann
þekur ekki stóran hluta af myndinni en er
samt ótrúlega fyrirferðarmikill. Hann er gulur
og rauðgulur. Inni í þessum grunni rís upp
formklasi. Hann á upptök sín í láréttu ramma-
línunni að neðanverðu en stöðvast við þá
efri. Eða með öðrum orðum: Hann er eins og
hlutur, sem stendur á jörðinni en hallast samt
dálítið til hægri. Burðarstoðir hans eru nokkr-
ir bláir, grænir, gráir eða fjólulitir fletir, sem
teygja sig yfir dúkinn þveran og endilangan.
Þessir fletir eru í rauninni mjúkir og léttir í
senn. Þrátt fyrir það kynnu þeir að virðast
þunglamalegir og myndin stirðleg, ef dílarnir,
litlu skákirnar og línurnar létu ekki að sér
kveða. Þessi smáatriði, ef smáatriði skyldi
kalla, skapa hressandi andrúmsloft í kringum
sig á ólíklegustu stöðum. Samt er þeim kom-
ið fyrir á svo uppburðarlítinn hátt í mynd-
inni, að áhorfandinn verður þeirra ekki var
fyrr en hann fer að líta í kringum sig í alvöru.
í formklasanum liggur stíll myndarinnar fólg-
inn. Og þar býr líka lirynjandi hennar, hraði
hennar. Ýmsum kann nú að þykja undarlegt
að tala um hraða í kyrru málverki einkum