Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 46
176
HELGAFELL
höfðu þau af honum: þær hugraunir, sem hann
lét ekki á bera, hlutu að vera því dýpri. Og
það þurfti ekki annað en Jónas léti á því
bera, hve ánægður hann væri með sjálfan sig
eða daginn til að foreldrarnir yrðu svo kvíða-
fullir að nálgaðist skelfingu. Umhyggja þeirra
fyrir drengnum jókst um allan helming og
hann fékk allt sem hann girntist.
Sú ógæfa, sem talin var hafa hent Jónas,
færði honum auk þess trúan og tryggan
bróður, þar sem var vinur hans, Rateau.
Foreldrar Rateau buðu oft þcssum litla skóla-
bróður lians lieim, því þeir aumkuðu hann
fyrir það ólán, sem hann hafði orðið fyrir.
Þeir töluðu um liann af svo mikilli meðaumk-
un að sonur þeirra, sem var hraustur og góð-
ur í íþróttum, fékk löngun til að gerast
verndari þessa drengs, sem hann dáði fyrir
það, hve góðum árangri hann náði í öllu,
þrátt fyrir kæruleysi sitt. Aðdáun og lítillæti
blönduðust einkarvel saman í þessari vináttu,
sem Jónas þáði af örvandi hispursleysi, eins
og allt annað.
Þegar Jónas hafði lokið námi, án sérstakrar
áreynslu, var hann enn svo heppinn að fá
starf við bókaútgáfu föður síns og finna þar,
eftir óbeinum leiðum, þá köllun sína að verða
málari. Faðir Jónasar, sem var helzti bóka-
útgefandi á Frakklandi, var þeirrar skoðunar,
að bókin ætti meiri framtíð fyrir sér en nokk-
urntíma áður, einmitt fyrir þá sök hve menn-
ingin var í mikilli afturför. „Sagan sýnir,“
sagði hann, „að því minna sem fólk les, því
meira er keypt af bókum.“ Af þessum ástæð-
um las hann sjaldan þau handrit, sem hon-
um bárust í hendur, tók ákvörðun um að
gefa þau út einungis með tilliti til þess hver
höfundurinn var eða um hvað hann skrif-
aði (kynferðismál var eina viðfangsefnið, sem
alltaf var þegið með þökkum, svo það var
að lokum orðin sérgrein útgáfunnar), og hann
hugsaði um það eitt að gera bækurnar nýstár-
lega úr garði og fá þær auglýstar ókeypis.
Jónas, sem tók að sér handritalesturinn, fékk
þanmg mikinn tíma afgangs, sem hann varð
að nota einsog honum bezt líkaði. Þannig
fann hann málaralistina.
í fyrsta skipti á ævinni varð hann fullur
af eldmóði, sem hann hafði ekki áður þekkt,
helgaði sig brátt málaralistinni öllum stund-
um og náði einnig á þessu sviði prýðilegum
árangri, án þess að leggja neitt að sér. Hann
virtist ekki hafa áhuga á neinu öðru og það
var rétt með hörmungum að hann gæti
kvænst, þegar aldurinn bauð honum: hann
lifði allur og hrærðist í málaralistinni. Fyr-
ir meðbræður sína og venjulega lifnaðar-
háttu átti hann einungis góðlátlegt bros, en
þóttist ekki þurfa að gefa þeim frekari gaum.
Það var ekki fyrr en hann lenti í slysi á bif-
hjólinu, sem Rateau ók full glannalega með
vin sinn aftan á, að Jónas fór að hugsa um
ástina, því þá varð hann að vera með höndina
í fatla og leiddist. Það varð því svo um þetta
alvarlega slys, að enn þóttist hann sjá, að
heillastjarna sín hefði þar verið að verki. Ef
það hefði ekki hent hann, liefði hann ekki
fengið tima til að virða Lovísu Poulin jafn-
mikið fyrir sér og hún verðskuldaði.
Rateau var hinsvegar þeirrar skoðunar, að
Lovísa verðskuldaði ekki, að henni væri
gaumur gefinn. Hann var sjálfur stuttur og
samanrekinn og hafði aðeins mætur á stórum
konum. „Ég veit ekki hvað þú sérð við þessa
títlu,“ sagði hann. Lovísa var raunar lítil,
dökk á brún og brá, en vel vaxin og lagleg
í andliti. Jónas, sem var stór og stæðileg-
ur, hugsaði blíðlega til litlu títlunnar, og
því fremur sem hún var ákaflega vinnusöm.
Athafnasemin var köllun Lovísu. Slíka köll-
un þótti Jónasi mikið varið í, því hann var
lítt vinnugefinn. Lovísa sökkti sér fyrst niður
í bókmenntir, meðan hún hélt að Jónas hefði
áhuga á bókaútgáfunni. Hún las allt, sem
hún náði í, skipulagslaust, og eftir nokkrar
vikur gat hún talað um hvað sem var. Jónas
dáðist að henni og komst að þeirri niðurstöðu,
að hann þyrfti ekki framar að lesa neitt, því
Lovísa fræddi hann nægilega og sagði honum
frá öllu því markverðasta, sem gerðist í nú-
tímabókmenntum. „Það er ekki hægt að
segja,“ fullyrti Lovísa, „að þessi eða hinn sé
vondur eða ljótur, heldur að hann láti sem
hann sé vondur eða ljótur.“ Skilsmunur þessi