Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 27

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 27
ERFÐAFRÆÐIN 157 „Allt hef ég af öfum mínum, illt er að vera líkur sínum“, kvað Jónas Hallgrímsson, og oft er augljóst, að menn og konur eru eftirmyndin hans afa síns eða hennar ömmu sinnar eða bera ein- hver séreinkenni ættarinnar. Danvin gekk feti framar með þróunarkenn- ingu sinni (1859) í því að færa rök að því, að allar lífverur væru skyldar og því eðlilega nokkuð svipaðar. Hann sýndi fram á, hvernig lífverurnar höfðu þróazt eftir mismunandi leiðum, þar sem náttúruúrval hefði þau áhrif á hóp misjafnra einstaklinga, að hinir hæfustu héldu velli við mismunandi kjör og vrðu for- feður frábrugðinna einstaklingshópa. Það lá þó ekki ljóst fyrir hvernig ákveðnir eiginleikar gátu gengið að erfðum, ef afkvæm- in voru ætíð millistig af eiginleikum foreldr- anna. Sú blöndun hlyti að hafa það í för með sér, að allir líktust æ meir hverjir öðrum, þegar frarn liðu stundir. Væri afkvæmi hvítra og svartra einstaklinga grátt, yrði allur kyn- stofninn að lokum grár eftir slíka blöndun. Þetta sáu menn liins vegar að stangaðist á við raunveruleikann, og þetta gat naumast sam- rýmzt þróunarkenningu Darwins. Hér komu erfðakenningar Mendels að góðu liði, því að liann fann það út af sínu hyggjuviti og bauna- tilraunum, að kynblöndun hafði það ekki í för með sér, að arfberarnir leystust upp í af- kvæminu og mynduðu nýjan arfbera, þannig að grár einstaklingur, sem kominn var út af svörtu og hvítu foreldri hefði nú gráan arf- bera og afkvæmi hans yrðu því grá. Lögmól Mendels Aðferð Mendels var í því fólgin, að víxl- frjóvga tvö baunagrös með gagnstæða eigin- leika svo sem rauðan blómlit og hvítan blóm- lit. Rækta upp fyrsta ættlið undan baunun- um, sem fengust við þá víxlfrjóvgun, láta þann ættlið sjálffrjóvgast eða víxlfrjóvgast inn- byrðis, og fá síðan fram nægan fjölda af öðr- um ættlið, til þess að sýna eðlilegt hlutfall milli fjölda þeirra afkvæma, er fengið höfðu hina ákveðnu eiginleika ömmunnar og afans, í þesu tilfelli rauða og livíta litinn. 8é víxlfrjóvgað arfhreint rauðblóma og hvítblóma bauna- gras, verða afkvæmin, Fi, öll rauðblóma, þar sem rauð- ur litur er ríkjandi yfir livítum. I öðrum ættlið, Fa, myndast við sjálffrjóvgun ]>rír rauðblóma einstaklingar á móti hverjum hvítum. Tilraunir Mendels leiddu það í ljós, að ein- staklingar fyrsta ættliðar (það er einblending- arnir) báru allir rauð blóm. Rauður litur virt- ist þannig ríkja yfir hvítum. En í öðrum ætt- lið varð hlutfallið milli rauðra og hvítra blóma 3 á móti einum. Ekki er þó einhlítt, að eiginleiki sé endi- lega ríkjandi yfir öðrum gagnstæðum, heldur getur þar verið um hálfvelgju að ræða, svo að einstaklingurinn líkist hvorugu foreldr- inu, en verður millistig, þannig að af hvítu og svörtu komi grátt. í hinum gráa einblend- ing eru þó duldir hæfileikar beggja foreldra til svarts og hvíts litar, sem koma fram að nýju í öðrum ættlið, og er þá hlutfall ein- staklinganna: einn svartur, tveir gráir og einn hvítur. Mendel sýndi fram á, að þroski lífveranna er skipulagður af ákveðnum erfðaeindum. Þessum erfðaeindum var löngu seinna (eða árið 1909) gefið nafnið gen, og eru genin í samstæðum í hverjum einstaklingi. Þannig fékk baunablendingur Mendels gen fyrir rauð- um blómlit frá öðru foreldrinu en hvítum blómlit frá hinu, og var því með eina sam- stæðu gena, sem aðgreindust svo og kvísl- uðust eftir stærðfræðilegum reglum, eins og fyrr segir, til þess að skapa þrjá rauðblóma einstaklinga móti hverjum einum hvítum. Nú tók Mendel eftir því, að einn þriðjungur rauð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.