Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 53

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 53
JÓNAS 183 héldu trúlega samninginn, sem veitti honum einkarétt til að selja málverk hans. „Samn- ingur er samningur," sagði hann. Og í honum var ekki gert ráð fyrir neinni góðgerðarstarf- semi. „Einsog þér viljið,“ sagði málarinn. Jónas var hæstánægður með nýja fyrir- komulagið á íbúðinni. Hann gat í sannleika sagt oft verið einn og gefið sér tíma til að svara þeim mörgu bréfum, sem honum nú bárust, en hann var of kurteis til að geta látið þeim ósvarað. Sum þeirra fjölluðu um list Jónasar, önnur, og þau voru langflest, um bréfritarann sjálfan, sem annaðhvort þurfti uppörvun í köllun sinni, þeirri að mála, eða bað um ráðleggingar eða fjárhagsaðstoð. Eftir því sem nafn Jónasar birtist oftar í blöðun- um, var hann líka, einsog allir aðrir, beðinn um liðsinni gegn ýmsu hróplegu ranglæti. Jónas svaraði, skrifaði um list, þakkaði, gaf ráð, neitaði sér um hálsbindi til að geta sent nokkurra króna fjárstyrk, og skrifaði undir öll þau sanngjörnu mótmæli, sem honum voru sýnd. „Ertu nú farinn að skipta þér af pólitík? Láttu rithöfunda og kerlingarskrukkur um það,“ sagði Rateau. Nei, hann skrifaði ekki undir önnur mótmæli en þau, sem skýrt var tekið fram um, að væru óháð öllum flokkum. En öll mótmælin tjölduðu með þessu fallega sjálfstæði. Iíeilu vikurnar voru vasar Jónasar úttroðnir af bréfum, sem sífellt voru vanrækt og endurnýjuð. Hann svaraði þeim, sem mest lá á, og það voru venjulega bréf frá ein- hverjum ókunnugum, en geymdi til betri tíma bréf þeirra, sem báðu um svar við tækifæri, það er að segja bréf til vina sinna. Allar þess- ar skyldur forðuðu honum að minnsta kosti frá slæpingsskap og kæruleysi. Honum fannst hann sífellt vera á eftir timanum og hafði stöðugt samvizkubit, jafnvel þegar hann var að vinna, sem öðru hverju bar við. Börnin urðu Lovísu erfiðari og erfiðari, og hún sleit kröftum sínum við að gera ýmislegt það, sem hann hefði getað gert á heimilinu, ef betur hefði á staðið. Honum féll þetta þungt. Þegar allt kom til alls vann hann sjálf- ur sér til ánægju, en hún bar þyngstu byrð- arnar. Hann sá það greinilega, þegar hún var úti að kaupa til heimilisins. „Síminn!“ hróp- aði elzta barnið, og Jónas flýtti sér frá mál- verkinu, en kom himinlifandi að því aftur með nýtt heimboð. „Það er gasið!“ kallaði maður í dyrunum, sem eitt barnið hafði opn- að. „Já! Já!“ Þegar Jónas lagði frá sér sím- tólið eða hvarf frá dyrunum, mátti hann eiga það víst, að vinir, lærisveinar, eða hvort- tveggja vinir og lærisveinar kæmu á hæla honum inn í litla herbergið til að Ijúka sam- talinu, sem þeir höfðu verið byrjaðir á. Smátt og smátt fóru þeir allir að venja komur sínar út í forstofuna. Þeir stóðu þar, mösuðu sam- an, kölluðu öðru hverju til Jónasar eða gengu snöggvast til hans inn í litla herbergið. „Hérna getur maður þó að minnsta kosti séð eitthvað af þér, og það í næði“, sögðu þeir, sem inn komu. Jónas varð hrærður: „Það er satt,“ sagði hanri. „Við erum hættir að sjást.“ Hann vissi líka ósköp vel, að þeir, sem hann aldrei heimsótti, urðu fyrir vonbrigðum, og það hryggði hann. Oft voru það vinir, sem hann hefði fremur kosið að hitta en aðra. En hann skorti tíma, hann gat ekki tekið öllum boð- um. Orðstír hans beið einnig hnekki við þetta. „Hann er orðinn stoltur síðan hann varð frægur,“ sagði fólk. „Hann kærir sig ekki um að hitta neinn lengur.“ Eða: „Honum þykir ekki vænt um neinn nema sjálfan sig.“ Ó, jú, honum þótti vænt um starf sitt, Lovísu, börn- in sín, Rateau og nokkra aðra, og honum var vel við alla. En lífið er stutt, tíminn líður hratt, og þrek hans var takmarkað. Það var erfitt að mála heiminn og mennina, og lifa með þeim um leið. A hinn bóginn gat hann hvorki kvartað né útskýrt þau vandræði, sem hann átti við að etja. Menn voru þá vísir til að klappa honum á öxlina: „Þú ert lukkunnar pamfíll. Vandi fylgir vegsemd hverri!“ Bréfin hrúguðust sem sagt upp, lærisvein- arnir létu hann ekki hafa neina hvíld, og nú fór að þyrpast um hann samkvæmisfólk, sem Jónas reyndar virti fyrir það að hafa svo mikinn áhuga á málaralist, þegar það hefði, einsog allir aðrir, getað verið með hugann við ensku konungsfjölskylduna eða girnileg- ustu matstaðina. í sannleika sagt var þetta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.