Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 83

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 83
ÞINGVALLAFUNDUR 1873 213 sínum í upphafi fundar 28. júní og ber fram málamiðlun, sem samþykkt er, verða við- brögð sr. Benedikts þau að bera fram öfga- fengna tillögu, sem fær heldur háðulega útreið. Gengur hann þá af fundi, — í reiði að því er virðist. Harla virðist ósennilegt, að þetta hafi verið ákveðið fyrirfram, því að viðbrögð þessi sýndu ekki annað en fylgisleysi og ein- angrun. Til þess að slíkar mótmælaaðgerðir geti haft einhver áhrif þarf nokkur hópur að eiga hlut að eða óumdeildur foringi. Þegar sr. Benedikt er genginn af fundi, tek- ur Jón Sigurðsson frá Gautlöndum við. Ferst honum hlutverk sitt þannig úr hendi, að hann ber banaorð af sjálfum Jóni Sigurðssyni. Er úrslit voru fengin og niðurstöður lágu fyrir, var bænarskrá fundarins send til Alþing- is og í hana voru felldar tillögur fundarins. A þessu Alþingi var samþykkt stjórnarskrár- frumvarp, þar sem svo var kveðið á um sam- bandið milli íslands og Danmerkur, að ísland hefði konung og konungserfðir saman við Danmörku, en ákveðið skyldi vera með sam- komulagi, hver mál önnur skyldu vera sam- eiginleg. Nokkuð var hér slakað til frá tillög- um Þingvallafundar, þar sem kveðið var svo á ,að íslendingar séu sérstakt þjóðfélag, og standi í því einu sambandi við Danaveldi að þeir lúta hinum sama konungi. Varatillög- ur samþykkti þingið einnig, og í þeim voru frekari tilslakanir gerðar. XII. Svo er að sjá, sem áhrif Þingvallafundarins 1873 séu sáralítil. Þeirri hugsun verður ekki varizt, að menn hafi, þegar öllu var á botninn hvolft, talið lítið mark að samþykktum hans. Þegar þessir atburðir voru um garð gengnir, ritaði Jón Sigurðsson bréf til Konrads Maur- ers, sem dagsett er 14. október 1873. Segir Jón þar meðal annars um fylgismenn sína: „Yfirhöfuð að tala er samkomulag og festa í okkar flokki fullt eins góð og áður, eptir því sem hún getur verið, því margar orsakir eru til þess, að ýmislegir útúrdúrar koma stund- um, einkum vegna þess blöðin á íslandi vant- ar allt ráðlag og fasta stefnu, en einkum menntun til að hafa yfirlit yfir hvað gerist.“ Hér víkur Jón, greinilega að þeim ágreiningi, sem orðið hafði, en augljóst er, að hann telur deilur þessar ekki miklu skipta. Af sömu ástæðu getur hann tillagna fundarins í grein sinni í Andvara 1874 án þess að ræða þær frekar, nema hvað hann bætti því við, að á Alþingi 1873 hafi menn verið fullkomlega eins einbeittir, og menn höfðu áður verið. Hér virðisL fulldjúpt tekið í árinni, enda segir rétt á eftir, að ekki hafi þótt forsjárlegt að ónýta og kasta frá sér þeirri sáttgirni, sem lýsti sér af hendi stjórnarsinna og öðru því, sem gat hrundið málinu áfram hættulaust. Samþykktum fundarins var slælega fram- fylgt. Alþingi 1873 slakar til og það er gert mótatkvæðalaust. Meðal þeirra, sem þar áttu hlut að, var Jón Sigurðsson frá Gautlönd- um, sem á Þingvallafundinum hafði verið annar helzti málsvari róttækari fundarmann- anna. Þá verður heldur ekki séð, að sendi- mennirnir hafi nokkru sinni farið á konungs- fund og ekki er kunnugt um, hvernig ávarp fundarins til konungs hefur hljóðað. Fundargerðir Þingvallafundarins eru í handritasafni Landsbókasafnsins 585, fol. Þar og í handritasafni Jóns Sigurðssonar 94, fol. eru einnig fleiri gögn, sem hér hefur verið stuðzt við. M. a. eru í J. S. 94, fol. stjómarskrár- tillögur níumannanefndarinnar, sem mestum deilum ollu, með eiginhandarundirskrift allra nefndarmanna. Þar sem til gagna þessara er vitnað, liefur stafsetning verið látin haldast. Þó hefur verið leitazt við að vinna bug á inn- byrðis ósamræmi í stafsetningu livers skjals. Aðrar heimildir, sem við hefur verið stuðzt, eru þess- ar helztar: Amór Sigurjónsson: Einars saga Asmundssonar, 2. hindi, VIII.—IX. kap. Magnús Jónsson: Saga Islendinga, IX., bls. 22—33. Páll E. Olason: Jón Sigurðsson, V. bindi. I.—X. kap. Runólfur Bjömsson: Mótspyrnuhreyfing Islendinga gegn valdboðum Dana 1871—'73, Réttur. 35. árg., bls. 45 o. áfr. Sigurður Þórðarson: Jón Sigurðsson og Þingvallafund- urinn 1873, Vaka, 3. árg., bls. 81 og áfr. Sbr. einnig Iðunni, XI. árg., bls. 93, einkum bls. 117—120, Tsland fullvalda ríki. Víkverji, 1873, bls. 23—25 og 30—33. Lárus H. Blöndal bókavörður hefur veitt mér ýmsar ábendingar við samningu þessarar ritgerðar, og lúta þær einkum að frumheimildum þeim, sem við hefur verið stuðzt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.