Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 89

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 89
BÓKMENNTIR 219 að er á ensku og á hliðstæður sínar einkum í enskum 17. aldar kveðskap. Annað dæmi er úr niðurlagi á Veginn Snorri: og ekki grunar neinn að þennan mann, sem hneig þar niðri, hefur enginn snert, því hann er ekki þar (fremur en börn sem slita í tvennt og hritula hreiðurkörfu um haust fá ei þeim fugli skaða gert sem farinn er um höf í hlýja skóga); Fleiri dæmi af þessu tagi mætti nefna, og þessar myndir eiga enn víðar rætur í málfari og ímyndunargáfu Hannesar: þær eru ekki tilviljun, en maður saknar þess að finna þær ekki ennþá víðar, ekki sízt vegna þess að þær eru á fárra færi, en virð- ast fara skáldlegu lundarfari hans vel, þar sem hugkvæmni og tilfinning eru jafnan eitt. En fjölhæfni Hannesar er ennþá mikil og hún er sjálfrar sín vegna athyglisverð. Ég get til dæmis varla hugsað mér meiri andstæðu við síðasttekin dæmi heldur en kvæðið Skeljar, sem þetta er í: Við skulum ganga suður með sjá, stiklar þar aldan steinana blá, skolar hún rauðum skeljum á land, grefur þær síðan í gljúpan sand. göngum og tínum og gætum þess vel að njóta er opnast hin örlitla skel. Ég finn alls ekkert sameiginlegt með þessum dæmum og hinum næstu á undan, nema af vera skyldi eitt skaplyndisein- kenni skáldsins, sem víða ber meira á, en er aldrei langt í burtu frá neinu kvæði, að ég held. Það er einhvern veginn bundið orðunum „að njóta er opnast hin örlitla skel“ og „nýlega spýtu eða stein“. Ánægja af dauðum hlutum, einhvers konar hlý- leg virðing fyrir tilverurétti þeirra, ekki síður en þess, sem lifir; líkt og sumum inönnum er eðlilegt að fara vel með hluti. Stundum birtist þetta skáldlega vinar- þel og umönnun í kumpánlegu ávarpi og þá er skammt til þess, að fara að gæða hluti mannlegum persónuleika. Hannes persónugerir alloft náttúruöfl og dauða hluti, einkum í seinni bók sinni, I sumardölum. Persónugervingar eru vand- meðfarnir, bæði af því, að það eru nokkuð ákveðin smekkleg takmörk fyrir því, hvað má gæða þá mikilli mannlegri tilfinningu, án þess að þeir verði fáránlegir og eins af hinu, að ekki má gera sér dælt við þá, svo að kvæði fari ekki óviljandi að minna á barnagælui eða einhvers konar tæpitungu. Til dæmis virðist mér skáldið tefla á allra tæpasta vað í þessu erindi um vetrarstorm: Undan grimmd hans kveinka sér klökug fjöllin: kveina sárt í myrkrið hin dimmu skörð. Nú seilist hann hingað, lemur læstum hnefa lágreist hús á dreif um frostbitna jörð. Sérstaklega verður skáldum hált á því að gera náttúrunni upp þjáningar. Það tekst stundum, einkum í mjög knöppum myndum: Drúpir Höfði, dauður er Þengill. Um þetta eru vitanlega engar reglur. Hannes yrkir (Haustvindurinn séður í anda): Hvaðan ber þig, vindur? Þitt vota hár flaksast. Valdirðu leið um úrg fjöll og sjó? Hvar brast undir þínum fingrum fiðlan mjúka? Þú fellir hljóð tár yfir mó. Hvar tæmdust ilmkerin þungu, þau sem þú barst þegar þú komst hér í vor — yfir bláa hnjúka? Mér virðist þetta kvæði sýna greinilega, hvað má og má ekki í skáldskap af þessu tagi. Ein lína: Þú fellir hljóð tár yfir mó, skemmir þetta prýðilega kvæði, enda þótt myndin sjálf sé eðlileg og alveg í samræmi við merkingu kvæðisins. En orðasamband- ið „hljóð tár“ er of tilfinningaþrungið um annað en mannlega þjáningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.