Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Side 66

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Side 66
196 HELGAFELL vegna þess, að ungi morðinginn hefur mögl- unarlaust sætt sig við örlög sín og undrast aðeins ræðu Eitels um réttlætið. Honum er sem sé efst í huga hið guðdómlega réttlæti og lítur á skoðanir Eitels um að geta sjálfur ráðið örlögum sínum, sem fordild og hégóma- skap. En á þýzku merkir einmitt nafnið Eitel fordild. Þótt Eitel segi lionum söguna um böi’nin, sem nafnaskipti voru höfð á, er Limx- ert samt örlögum sínum trúr. Andartak hug- leiðir hann afleiðingar sögunnar, væri hún sönn. En hann fyllist engri beiskju, því síður uppreisnarhug. Ilann leikur bara andartak að hugmyndinni. Þessi tryggð við sjálfan sig og ætt sína, verður loks til þess, að Eitel er að fullu Ijós villa sín og því getur hann réttilega kropið fyrir lxinunx dauðadæmda og þakkað honum fyrir náðina. Eitel og Linnert eiga það sameiginlegt í sögulok, sem liinum persónum sögunnar er varnað, að hafa skilið sjálfa sig og um leið tilgang mennsks lífs. Hvorugur þeirra vill skjóta sér undan greiðslunni. Um það fjallar einnig frásagan, sem ofin er inn í söguna og greinir frá kónginum í Portúgal og lénsnianni lians, en sú frásögn hefur úrslitaþýðingu í sögunni sjálfri. Hún sýnir sem sé Eitel franx á, að hin lagalega sök er fyrir löngu úr sög- unni, því að rnálið er fyrnt, en hins vegar á hann og ættirnar tvær engu að síður undir hið guðdónxlega réttlæti að sækja. Þegar Eitel er orðið þetta ljóst, opnar það honum leiðina til hinnar endanlegu sjálfsþekkingar, er hann stendur frammi fyrir örlagabróður sínum. í þessari sixilldarlegu sögu renna sanxan yrk- isefni og hugnxyndir úr mörgum sögum, t. d. „Vejene omkring Pisa“ og „Sorg — Agre“. í „Herregárdshistorien“ öðlast Linnert og Eitel sönxu lífsviðhorf og ganxli óðalsbóndinn og Ane-Marie í söguxxni „Sorg — Agre“. Hinn algjöri samruni hugmynda og ytra forms Iíerragarðssögunnar gerir haixa að lxliðstæðu „Sorg — Agre“ og um leið er lnin ein alsnjall- asta saga Karenar Blixen. Kímnisagan „To gamle herrers historie“ er nxun auðskildari, en sú, sem nú liefur verið rakin. Vandamál mannanna tveggja er, hvers- vegna annar var kokkálaður, en hinn ekki. En sökum þess að hér er rætt um nxál, sem allir hat'a áhuga á, og sagan er auk þess mjög auðskilin, verður söguþráðurinn ekki rakiixn hér. Hinsvegar er ærin ástæða til að ræða nán- ar hina yfirgripsixxiklu og athyglisverðu sögu, „Karyatideme“, sem er ófullgerð að sögn, vegna þess að heixni liefði lokið með þvílík- um skelfingum, að skáldkonan þorði ekki að rekja hana lengur. Víst er það satt, að sagaix er grimnxileg, en sanxt er þessi skýring sjálf- sagt ekki allur sannleikuriixn. Síðar verður náixar á það drepið. Vaixdamálið er hið sama og í svo mörgunx fyrrri sögununx, þ. e. rnaður- inn flæktur í fordóma sína, hér í víðtækari skilningi en áður. Sagan er ótvírætt tilraun til að skýra skoðun skáldsins á hnignun að- alsins og suixxpart þó sérstaklega aðalsiixs í Frakklandi. Meginhugsun sögunnar er fólgin í uafni hennar, Karyatideme. „A það þá um alla eilífð að vera hlutskipti kvemxa að vera máttarstoðir heinxilanna — bera þau uppi rétt eins og steinstyttur þær, sem nefndar eru karyatíður?“ Ungi maðurinn svarar: „Þið (konurnar) haldið, að þið séuð dásamlegustu verur, sem guð hefur skapað. Eix það kynni að vera auð- veldara að gera dýrlegan lilut úr steini en af holdi og blóði. Þessar konur, sem vilja við- halda orðstír gömlu aðalsættanna og varð- veita hið hefðbundna skipulag Frakklands, þær skortir blátt áfi-am almennaix mannkær- leika. Þær eru bundnar á liöndum og fótum af hentisemi, þær verða stöðugt að hugsa unx útlitið, hinn ytri ljóma. Þær láta liandlegg- ina aldrei falla, segir í sögunni, þær verða að lialda þeim hátt á loft, lxátt, hátt, en hina hlýju faðmandi, útréttu haixdahreyfingu þekkja þær ekki. Ungi aðalsmaðurinn brýzt út og hrapar niður í hyldýpið ginntur af kyn- livötum sínum. Unga frúin, hálfsystir hans, reynir að stöðva liann, eix sjálf er hún óafvit- vitandi gift öðrum hálfbróður sínum. Lesand- inn getur auðveldlega getið sér til um enda- lok sögunnar: Hún, nxaður hennar og sonur farast. Líkt þessari aðalsætt er aðallinn alls- staðar dauðadæmdur, einkunx þó á Frakk- landi. Og dauðameinið er næstum hið sanxa og liinnar aðframkomu Alkemene, óttinn við hið sanna líf. Hér að framan er þess getið, að óttinn við hin hræðilegu endalok væri aðeins ein ástæð- an til þess að þessi saga er ófullgerð, það
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.