Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Side 90

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Side 90
220 HELGAFELL En Hannes Pétursson er of sterkt og smekkvíst skáld til að fara sér oft að voða á þennan hátt. Yfirleitt eru persónugerv- ingar hans ósvikinn þáttur í myndsköpun lians. Þeir gefa kvæðum hans víða væmn- islausan innileik. Allt um það virðist mér aukin tilhneiging hans til að persónugera táknræn um vissa breytingu á skáldskap hans, sem ekki sé að öllu leyti ákjósanleg. Ég held, að ég geri ekki Hannesi Pét- urssyni rangt til, þó að ég segi, að síðari bók hans sé ekki jafngóð hinni, og vona að minnsta kosti, að ég sé ekki haldinn þeirri gömlu bókmenntalegu þjóðtrú, að önnur bók höfundar hljóti jafnan að vera síðri hinni fyrstu. Ef ég ætti við, að I sum- ardölum væri einungis síðri útgáfa af Kvæðabók, væri málið að líkindum ein- falt: skáldið hefði þrotið erindið ellegar liann fullnægði ekki keipum ritdómara um eitthvað „nýtt“ í hverri bók. Mér virðist hins vegar skáldskapur lians hafa að ein- hverju leyti breytt um eðli, þó að breyting- in sé ekki augljós, og ýmis einstök kvæði gætu verið í livorri bókinni sem er. Umhverfi kvæðanna er nú þrengra. Mest ber á myndum úr íslenzku veðurfari, al- kunnu sveitalandslagi, litlu sjávarþorpi. Bygging eða hugsun kvæðanna er þannig að sönnu myndræn, en maðurinn gengur oftar fram fyrir skjöldu en áður: kvæðin eru opnari, lýrískari og persónulegri en var. Skáldið leggur meira kapp á en fyrr að gera mönnum ljóst, hver hann sé og hvernig hann yrki. Að minnsta kosti þrjú kvæði, Orðin sem ég aldrei finn, Talað við laufgað tré og tíunda kvæðið í Söngvum til jarðarinnar, fjalla beinlínis um vinnu- brögð hans og viðhorf til listarinnar. í síð- astnefndu kvæði gefur hann mjög opin- skáa yfirlýsingu um lífsviðhorf sitt: Ég nýt ekki til að neyða tímann úr stað, nýt ekki til að gleyma. Þyrstum huga safna ég lífinn saman í sérhverri hreinni nautn: í lestri, í kossi — svo allt verður tilfinning, dýrmæt og daglega ný. Mér skilst að síðasta línan geti jafnframt verið stefnuyfirlýsing fyrir ljóðagerð hans í þessari bók: eðli Ijóðanna. I þessu viðliorfi, þessari skáldskapar- gerð, felst við hvert fótmál sú freisting að verða of persónulegur, sjálfum sér eftirlát- ari en hollt er. Mér virðist Hannes hafa, samkvæmt þessu viðhorfi, slakað á sínum dýrmæta og sérstæða hæfileika til að hugsa í skynjunum, veitt sér á köflum léttar mvndsköpun sína, svo að hún vill snúast frá myndrænni hugsun í dálítið fjarlægan symbólisma, samanber til dæmis Vísur um rjóðan munn: I. Munnur þinn kemur inn í morgunbirtuna þar sem við hvílum saman eftir svarta nótt: rauð lilja á lygnu straumvatni, tandurhreinuni læk langt innan úr skógi. II. Rauð ferja á rjómalygnum sjó — Berst ég með lienni áralaust til ókunnra skerja. Og um leið og skáldið gerir sér far um að „opna“ ljóð sín meir en áður, veita inn í þau opinskárri tilfinningu, „dýrmætri og daglega nýrri“, virðast mér þau glata nokkru af þeirri fyllingu, andlegu festu og rökskynjun, sem einkenndi fyrri bók hans. Og það er gömul reynsla skálda, að hin „daglega nýja“ tilfinning svíkur oft það, sem hún gefur fegurst loforð um: ferskleik og fjölbreytni. Og þá þarf að fara að búa þessa eiginleika til. Þessar athugasemdir mínar eru annars ætlaðar fremur sem ábending um hættu, sem mér virðist vofa yfir skáldskap Hann- esar, eins og stendur, en sem bein gagn- rýni á kvæðin. Eg vildi að lokum vitna í kvæðið um Kóperníkus úr fyrri bókinni, ef ég gæti skýrt sjónarmið mín frekar, því að mér finnst það bæði eitthvert allra bezta
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.