Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 63

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 63
KAREN BLIXEN 193 legan orðstír. Hann vildi finna tilgang lífs síns. Hann var meira að segja búinn að finna hann, því hann vissi, að hann var skáld og bjó því yfir almætti í rann, sem ekki var nema nafnið eitt hjá kóngi. Skáldið Ewald er þannig staðgengill guðs á jörðinni. Skáldið, sem þekkir og skilur sinn vitjunartíma er guðdómlegur skapari. — Þannig byrjar og endar þetta smásagna- safn á því að hylla það skáld og þann mann, sem skilið hefur köllun sína. Aðeins þá skap- ast sönn list. Ennfremur leiða þessar tvær sögur í ljós, að skáldkonan álítur, að hin óháða frásagnarlist sé aðall skáldskaparins, því að í þessu listformi ljóstrar skáldið upp tilgangi lífsins, sé það trútt lögmálum sög- unnar sjálfrar. Þessi atlaga gegn hinni raun- sæju listastefnu er endurtekin í hinum þremur frábæru og samstæðu sögum, „Kapperí1, „Nattevandring“, og „Om hemmiligheder og om himmelen“. Sú fyrsta, „Kapperí', segir frá því, hvernig ungur listamaður svíkur föðurlegan velgjörða- mann sinn og lærimeistara í listinni. Hann er ástfanginn af konu meistara síns og hún hrifin af honum. Þau mæla sér mót til þess að taka úrslitaákvörðun. En gamli listamað- urinn er handtekinn. Hann er byltingarsinni og er dæmdur til dauða, en fær að hverfa heim eina nótt gegn því, að lærisveinn hans sitji í fangiesinu sem gisl. Hann gerir það, en þetta ber einmitt upp á sömu nóttina og þau höfðu ætlað að hittast, eiginkonan og elskhuginn. Garnli listamaðurinn fær að láni skikkju unga mannsins og fer á fund konu sinnar. Næsta dag snýr hann aftur til fang- elsisins og er líflátinn. Ungi listamaðurinn veit ekkert um viðburði þessarar nætur. Hann sofnar í fangaklefanum og drevmir. í Nattevandring er greint frá því hugar- angri, sem sækir að unga manninum. Hann fer að þjást af svefnleysi. Gömul kerling gefur honum ráð, og þegar hanu fylgir þeim, kemur í Ijós, að hann liittir fyrir Júdas sjálfan. í samtali þeirra leysir Karen Blixen vanda- mál smásagnagerðarinnar. Júdas vekur sem sé athygli unga listamannsins á þeirri stað- reynd, að hann, Júdas, hafi ekki sofið. Hann var sá eini af öllum lærisveinunum, sem ekki svaf nóttina forðum í Getsemane. Júdas er því sá þeirra, sem veit, livað gerðist þá nótt. Boðskapur þessa samtals er því að sjálfsögðu þessi: Að vísu var Júdas, sem sannur raun- sæismaður vakandi og á verði þessa nótt, en hvað hefur liann sagt heiminum um þær úr- slitaákvarðanir, sem þá voru teknar? Hins- vegar höfðu lærisveinarnir sem sváfu, sínar sögur að segja, sem ef til vill eru ekki sannar í raunsærri merkingu orðsins, en vegna þess, að þær eru tær skáldskapur, greina allra sann- ast af atburðum þessarar nætur. A sama hátt ber okkur að skilja, að þær hugmyndir, sem ungi listamaðurinn gcrir sér í draumum um fund ástmeyjar sinnar og aldna lista- mannsins hljóti að vera í samræmi við „sann- leikann“. Smásögurnar tvær, sem eru í samfloti við „Nattevandring“, fjalla einnig um þetta efni, samanber það, sem áður er sagt um „Kapp- en“. Þær er aðeins hægt að skilja í ljósi þess, sem hermt er urn Júdas í miðsögunni. En í þeim er lögð meiri áherzla á liinn grimma leik b'fsins. Unga listamanninum, sem svikið hefur meistara sinn, kemur andartak í hug, að dauðinn sé honum sjálfum aðgengileg lausn. En eigi lífið að öðlast fyllingu, þá verð- ur það að greiðast dýru verði, undan því verður ekki komizt. En dauðinn er auðveld og þægileg lausn. Listamaðurinn ungi greiðir hið dýra gjald og endurheimtir sköpunarmátt sinn. Það efni er ítarlega rætt í lokasögunni, „Om hemmeligheder og om himmelerí'. Hann veit ekki eins og fyrr getur, hvað gerðist áður- nefnda nótt, en konan hans, fyrrverandi kona meistarans, hlýtur að vita það. Hann spyr hana aldrei og hún segir ekkert. Honuín hefur lærzt að mennirnir eiga ekki að vita allt. Þetta leyndarmál er honurn orkugjafi og stöðug hvatning í listsköpun hans. Óvissan gefur hugmyndaflugi hans lausan tauminn, eins og lærisveinanna forðum. Loks leggur Blixen í þessari sögu áherzlu á eftirlætishugmynd sína, að í þjáningunni öðl- ist maður skilning á sjálfum sér og lífinu. Það er ekki hinn ungi og tælandi listamaður, er síðar verður frægur og hamingjusamur, sem öðlast, frelsunina, heldur svikarinn, sem kvaldist svo af samvizkubiti, að hann varð andvaka og svefnlaus. Hin frábæra saga „Kardinalens tredje historie“, fjallar um þetta hugðarefni Karenar Blixen, þjáningu lífsins. Þar segir frá hinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.