Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 92

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 92
222 HELGAFELL í Vesturdal í Skagafirði, en einhver virðist hafa sagt Kr. Kálund 1874, að þær væru þangað komnar frá Flatatungu í Akrahreppi. Yfirleitt hafa menn talið, að myndir þessar væru of brotakenndar til þess að unnt mundi að greina efni þeirra. Ég varpaði því að vísu fram fyrir nokkrum árum, að þetta mundi vera leifar af dómsdagsmynd, en fór ekki djiipt í efnið og kom ekki auga á kjarna málsins. Það hefur Selma Jónsdóttir hins veg- ar gert í umræddri bók sinni. Iíún hefur fund- ið ráðninguna að gátu Bjarnastaðahlíðarfjala, og lausnarorðið er þetta: Býzönzk dómsdags- mynd. Sannkallað lausnarorð, því að það leysir hinn forna myndskurð úr þeim læðingi, sem vanans sljóleiki hafði á hann fellt í aug- um vorum. í bók sinni gerir Selma grein fyrir tvenns konar dómsdagsmyndum miðalda, hinni vest- rænu efnisskipan og hinni austrænu, sem köll- uð er býzönzk. A hinu grísk-kaþólska menn- ingarsvæði eru býzanzkar dómsdagsmyndir algengar, en að því skapi eru þær fáar á Vest- urlöndum. A þeim er tilteknum efnisatriðum raðað eftir nokkurn veginn fastri reglu, og Selma hefur áttað sig á, að myndirnar á Bjarnastaðahlíðarfjölum eru allar leifar slíkra efnisatriða. Þetta er augljóslega rétt og opin- berun líkast, og það sætir stórtíðindum, að til skuli vera þessar minjar um býzanzka dómsdagsmynd hér norður á hala veraldar um 1100. Útkoma þessarar bókar er fyrir þetta eitt merkisviðburður, þó að deila megi um sumt í rannsókn fjalanna frá höfundarins hendi. Frú Selma telur, að myndin hafi verið a. m. k. 7,5 m breið og hafi verið á þverþili í skála. Hér er teflt á tæpasta vað, því að eigi er kunnugt, að skálabyggingar hafi verið svo breiðar, hvað þá ef myndin hefur verið a. m. k. 8, 5 m, eins og mér virðist augljóst við ná- kvæma athugun fjalanna. Mér finnst höfund- urinn hefði átt að rannsaka þetta með meiri gát og hafa til athugunar, hvort ekki sé að öllu leyti líklegra, að myndin hafi uppruna- lega verið í kirkju. Satt að segja vitum við aðeins með vissu um eitt hús á Norðurlandi á miðöldum, er svo væri stórt að bæri þessa mynd á þverþili, og það er sjálf Hóladóm- kirkja. Framtíðin mun eflaust taka til ræki- legi-ar athugunar, hvort þessi ágæta dóms- dagsmynd hafi ekki upphaflega verið innan á vesturgafli dómkirkju þeirrar, sem Jón lét reisa á Hólum, þegar hann kom til stólsins skömmu eftir 1100. Frú Selmu er fyrir þá sök svo mjög í mun að sanna, að myndin hafi verið í skála, að hún hyggur Bjarnastaðahlíðarfjalir hafi í rauninni áður verið í Flatatungu, en þar var á miðöldum skáli nafnfrægur, sem eignaður var Þórði hreðu, hálfgoðsögulegri persónu, sem er persónugervingur smíðaíþróttarinnar hér á landi. Rök Selmu eru einkum frásagnir 19. aldar manna, er lýst hafa útskurði þeim, sem í Flatatungu var, en eyðilagðist undir aldarlok. Ilún leitast við að sanna, að lýsing Kálunds á útskurði þessum sýni, að þarna hafi einmitt verið þau efnisatriði dómsdags- myndarinnar, sem nú vantar á Bjarnastaða- hlíðarfjalirnar, sem sagt að fjalirnar í Hlíð og fjalirnar í Tungu fylli hverjar aðra og hafi til saman verið ein mynd, enda munnmæli um, að Hlíðarfjalir væru upprunalega frá Tungu. Játa verður, að margt gerir þetta sennilegt, rökin eru býsna sannfærandi. Þar fyrir hefði þó höfundi verið skylt að benda á það, sem á móti mælir og einnig má sín nokkurs, en það gerir hún ekki, enda kemst enginn skuggi af efa að hjá henni um þetta efni. Ég er ekki eins sannfærður, en tel þó engan veginn af og frá, að niðurstaða Selmu sé rétt. Svo sem að líkum lætur ver Selma allmiklu máli til þess að gera grein fyrir stíl myndar- innar og finna nánustu fyrirmyndir liennar. Þær finnur hún í þeirri býzönzku list, sem þróaðist í klaustrinu í Monte Cassino á Ítalíu og birtir myndir til skýringar. Ættarmótið er greinilegt, og vera rná, að Selma hafi einmitt fundið hér nánustu ættingja Bjarnastaða- hlíðarmyndarinnar. Sá sem hana hefur gert, hefur haft í höndurn fyrirmynd, sem vel hefði getað verið komin frá þessu menningarsvæði. Þar fyrir er óþarfi að hugsa sér beint sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.