Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 33

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 33
ERFÐAFRÆÐIN 163 sonur járnsmiðsins ekki endilega betra efni í járnsmið en sonur bakarans, eða hinn síðar- nefndi betra bakaraefni en sonur járnsmiðs- ins. Menn hafa þó lengi ekki verið á eitt sáttir um þetta atriði. Og það er ekki nema eðlilegt, þar sem vitað er, að líkt getur af sér líkt, að álíta að þjálfaður líkami gefi af sér hæfari afkvæmi en hinn óþjálfaði. Það er að segja, að áunnir eiginleikar geti gengið að erfðum. Þetta var löngum álit manna og jafn- vel Darwin gerði sér ekki grein fyrir öðru, en þetta ætti sér raunverulega stað, enda þótt hann teldi það ekki vera meginástæðu fyrir þróuninni. Aftur á móti var það skoðun franska líffræðingsins Lamarcks, sem uppi var 1744—1829, að erfðir áunninna eiginleika væru einmitt meginþátturinn í breytileik og þróun lífveranna. En erfitt hefur áhangendum þeirr- ar skoðunar, sem kallaðir eru Lamarckistar, reynzt að sanna tilverurétt hennar. Aftur á móti var skoðun þessi gagnrýnd, og var jafnvel reynt að afsanna hana með til- raun. Þetta gerði August Weisman (1834— 1914) með því að halaklippa mýs í marga ættliði og sýna fram á að ævinlega fæddust mýsnar þó með hala. Þetta var að vísu nokk- uð gróf sönnunaraðferð, en þó ekki fjarstæð, því að áður var haldið, að kollótt dýr sköp- uðust t. d. vegna þess, að foreldrar þeirra hefðu verið hornstyfin. í framhaldi af þess- um niðurstöðum setti Weisman svo fram kenningu sína um kynfrymið (germ-plasmað). Hann áleit, að kynfrymið gengi í arf frá for- eldri til afkvæmis óháð líkamsfrumunum, sem það að vísu skapaði. Þannig væru kyn- frumur hins nýja einstaklings beinir afkom- endur kynfruma foreldranna, en ekki mynd- aðar af líkamsfrumum hins nýborna, og þann- ig yrðu kynfrumurnar eðlilega ekki fyrir nein- um þeim áhrifum, sem líkamsfrumur ein- staklingsins kynnu að hafa mótazt af, og þess vegna gætu áunnir eiginleikar ekki gengið að erfðum. Enda þótt kenning þessi sé ekki gallalaus hefur hún þó orðið mjög þýðingar- mikil fyrir nútíma erfðafræði, og við kynbæt- ur er raunverulega gengið út frá því, að áunn- ir eiginleikar gangi ekki að erfðum. Þar af leiðandi eru ekki rök fyrir því, að áhrif áfengis og annarra eiturlyfja, eða endurtekin neyzla einhverrar ákveðinnar fæðu hafi bein áhrif á erfðaheild afkvæmisins. Þeir, sem aðhyllast þessa kenningu hafa verið kallaðir ný-Darwin- istar. Hér skal þess getið, að á árunum 1935—48 risu upp harðar deilur í Sovétríkjunum milli ný-Darwinista annars vegar og hins vegar erfðafræðingsins T. D. Lysenkos og fylgj- enda hans, sem aftur á móti stvðjast mjög við skoðanir garðyrkjufræðingsins I. V. Michurin. Lauk þessum deilum með því, að stjórn Sovétríkjanna viðurkenndi skoðanir þeirra Lysenkomanna. En þeir halda því með- al annars fram, að áunnir eiginleikar gangi að erfðum, og með kjörunum megi breyta erfðaheihl einstaklingsins. Þar er jafnvel geng- ið svo langt, að genin eru ekki viðurkennd sem eindir, heldur er því haldið fram, að erfðaeindirnar séu á einhvern hátt samfelldar um allan líkamann og öll hin stærri utanað- komandi áhrif geti því hæglega mótað þær og þannig skapað nýja arfbundna eiginleika. Þessi kenning er byggð á niðurstöðum til- rauna, sem mjög eru umdeildar af vísinda- mönnum. Flestum vestrænum erfðafræðingum þykir allsendis ósannað mál, að áunnir eiginleikar geti nokkurtíma gengið að erfðum, og hafa hinsvegar á takteinum næg rök til þess að styðja hið gagnstæða. Enda er fjarri því, að þurfi að leita til þess bragðs að telja áunna eiginleika arfgenga til þess að skýra þróunar- söguna. En þá vaknar enn sú spurning, hvernig þróun geti þá átt sér stað, ef líkt fæðir af sér líkt, gen skapar nýtt gen sömu myndar, og áunnir eiginleikar ganga ekki að erfðum. Aður en þessu verður svarað er rétt að rifja upp hvað veldur breytileika í svipfari foreldra og afkvæmis. 1) Þess var getið, að klofning eða sundrun genanna eftir erfðalögmálum Mendels ætti drjúgan þátt í útlitsmismun á foreldri og af- kvæmi, þar sem stærðfræðileg lögmál giltu fyrir því, hvaða litþræðir eða gen féllu í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.