Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 10

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 10
144 HELGAFELL II. Fundum okkar bar saman nokkru síðar í Listamannaskálanum, eða 15. nóvember 1958. Þá gerðist margt sögulegt og hef ég lýst því á þennan hátt: Svavar Guðnason er að opna sýningu í Listamannaskálanum. Ein af myndunum á sýningunni heitir „Næturútvarp á Öræfa- jökli“. Hún mun vera máluð til heiðurs Jóni Leifs. Við stóðum fyrir framan þessa ágætu mynd og virtum hana fyrir okkur. Ég spurði list- málarann, hvort hann gæti ekki sagt mér eitthvað sérstakt um hana. Þá settist hann á dálitlar trétröppur, sem þarna voru og ætl- aði að grípa til gleraugnanna: — Ég er nefnilega nýbúinn að fá þau, sagði hann afsakandi. Svo kallaði hann til Gunnlaugs Schevings og spurði, hvort hann hefði ekki séð þau. — Jú, þau liggja hérna á borðinu, sagði Gunnlaugur. Svavar sótti gleraugun og settist síðan aft- ur á tröppurnar. Ilann sneri gleraugunum án afláts, svo leit hann á mig og sagði: — Eitthvað sérstakt? Þegar ég hef lokið við að mála mynd, þá er ég búinn með hana. Svo setti hann upp gleraugun og leit hvasst á myndina til þess að ganga úr skugga um, að svo væri: — Já, þá er ég búinn með hana, sagði hann aftur með áherzlu. Svo legg ég hana fyrir dag- inn og hann kveður upp sinn dóm. Ég hef sagt allt, en svo kemur einhver jafnvit- laus og þú og spyr með lokuðum augum: — Getið þér ekki sagt mér eitthvað sérstakt um þessa mynd? Þá segi ég: — Nei, myndin er þarna. Mig langar ekki til að forfúska eða forsimpla hana með einhverju ómerkilegu blaðri, það heyrir til litteratúrnum. Málið var útrætt. Við gengum út í annað suðurhornið. Þar eru gamlar myndir, sem áttu einhvern tímann að skreyta kvæðabækur Kiljans. Fáir þekkja þær og enn færri hafa séð þær. Listmálarinn gaf þeim nöfn í samráði við Kiljan, en hinn síðarnefndi er sérfræðingur í slíku, eins og nöfnin bera með sér: — „hattur á syndlausri hóru“- heitir þessi. — Ég sé ekki hattinn, segi ég, en þarna eru tvö stór brjóst. — Hvað er brjóst og hvað er hattur? segir Svavar, og það er ekki laust við að hann sé dálítið hreykinn af því, hvernig honum tekst að snúa sig út úr þessu. Svo bætti hann við: — En þarna er mynd, sem heitir: „járn- grár víkingur“, litirnir kaldir, dálítið annað en rauði liturinn í haustskógarsinfóninum, þar er hiti, ástríður . . . — Já, litir eru mismunandi, segi ég. Sumir eru erotískir . . . — Ef þú ætlar að fara að tala um kvenna- far á þessum stað, þá fer ég fram og fæ mér einn lítinn, ég vil ekkert forspillingartal við mínar myndir. Svo fór Svavar fram. Þegar liann kom inn aftur, var Jón Bjarna- son á Þjóðviljanum í fylgd með honum. Hann hefur þá farið að sækja sér liðstyrk, hugsaði ég, en sagði þó ekkert, því mér sýndist liárið á listmálaranum í úfnara lagi. Hann gekk að stærstu myndinni á sýningunni: — Þessi mynd heitir „vetrarbrautin séð frá tungli“, sagði hann með hátíðlegum raddblæ, sem minnti okkur á að jólin voru skammt undan. Það kom ágætur maður hérna í dag og skýrði myndina. Ég gaf hon- um leyfi til þess af því hann var fullur og óvenjugáfaður, getur orðið bið á því að hann verði gáfaður aftur. Meðan Ólafur ljósmyndari tók mynd af listmálaranum, varð mér litið í dyragættina. Hún stækkaði smám saman og allt í einu sá ég langan fingur, sem kallaði okkur til sín. Við opnuðum hurðina: — Góði komdu inn, sagði Svavar. Hér eru kolvitlausir blaðamenn. — Já, aldrei of mikið af þeim, sagði Kjarval og bætti við: — Ég get ekki komið inn, ég á svo mikið af óuppteknum bréfum heima, og svo verð ég alltaf hálfvitlaus, þegar ég fer í samkvæmi og ekki er ég betri á málverka-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.