Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 37
ERFÐAFRÆÐIN
167
sem miður þykja fara. Er þetta framkvæmt
með skipulögðum tilraunum, þar sem leitazt
er við að hafa vald á áhrifum kjaranna og
halda þeirn sem jöfnustum fyrir einstaklinga-
hóp, þannig að auðveldara verði að bera sam-
an raunverulegt gildi ákveðinna eiginleika.
íslendingar hafa löngum þótt fróðir um ætt-
fræði, og ekki höfum við verið eftirbátar ann-
arra þjóða hvað snertir kynbætur búpenings
með einstaklingsúrvali, en við höfum gert
minna en margar aðrar þjóðir af skipulögðum
erfðarannsóknum. Þó má geta þess að rann-
sökuð hefur verið litþráðatala flestra hinna
æðri jurta hér á landi og nokkuð unnið að
kynbótum nytjajurta. Margar merkilegar at-
huganir hafa verið gerðar á erfðagöllum í kúm
og sauðfé, leitazt við að skýra litaerfðir sauð-
fjár og hrossa, og nú á allra síðustu árum að
kynnast arfgengi ýmissa hagnýtra eiginleika
nautgripa og sauðfjár með afkvæmarannsókn-
um.
Af erfðarannsóknum á Islendingum sjálf-
um má minnast á það, að reynt hefur verið
að sanna eða afsanna arfgengi vissra teg-
unda geðveiki í íslenzkum ættum. Og arf-
gengi heilablóðfalls, glákomblindu og háralitar
hefur verið rannsakað. Einnig liggur fyrir
merkilegur fróðleikur um samanburð á kyn-
stofni íslendinga og nágrannaþjóða okkar að
því er snertir beinastærð, beinalögun og hlut-
föll hinna einstöku blóðflokka. Hefur verið
sýnt fram á það, að hvaða leyti íslenzki stofn-
inn er frábrugðinn hinum, hvað viðvíkur þess-
um arfgengu eiginleikum.
Ýmiss fróðleikur um erfðir og erfðagalla
liggur enn óunninn í heilbrigðisskýrslum okk-
ar. Og eflaust má vinna margt úr mannlýsing-
um fyrri tíma, því að hér á landi er auðveld-
ara að fylgja eiginleikum eftir í ættum, þar
sem meira er hér um skráðar heimildir um
ættir manna en í flestum öðrum löndum
heims.