Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 99

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 99
ÚR EINU í ANNAÐ 229 Bandalag íslenzkra listamanna kallaði hana „hlut“. Svo bregðast krosstré sem önnur tré; það var eins og listaverkanefndin hefði öll orð- ið innkulsa og raddlaus við afhjúpunina — öll nema einn hraustur riddari. Innan um fölnuð lauf baldursbrárinnar mátti líta Svein Asgeirsson horfa hugfanginn í augun og á sporðblöðkuna sem svo fáir þekktu. Og á mannfundum brá hann ótrauður brandi til að verja heiður hafmeynnar. Og á nýjársnótt varð eitt áralegt brak og eitt boldangsins slum. í hádegisfréttum út- varpsins á nýjársdag hældi lögreglan Reyk- víkingum í mjög löngu máli fvrir framúrskar- andi hegðun um áramótin. Rétt í lokin var því bætt við, svona rétt til þess að öllu væri haldið til haga, að þó hefði verið ein undan- tekning, hafmeyjan í Tjörninni hefði verið sprengd í loft upp. Og allur bærinn hló, — hvert mannsbarn hló nema rétt eitt og eitt. Hér er ekki verið að afsaka bessi viðbröffð heldur aðeins verið að segja frá staðreynd sem verður að geymast, ef menninsarsagan á að vera rétt skráð. Af skrifum blaðanna síðan og ræðum í útvarpi mætti ætla að við- brögðin hefðu verið öll önnur og því verður einhver að segja satt frá því sem gerðist. En hversvegna hlógu menn? Hugsum okk- ur að eitthvert annað listaverk hefði verið sprengt í loft upp á nýjársnótt. Litla myndin Móðurást sem er eftirlæti allra Reykvíkinga. Eða jafnvel tröllkarlinn sem segist heita Skúli Magnússon. Þetta hermdarverk hefði verið fyrsta fregn útvarpsins á nýjársdag og allir bæjarbúar blygðast sín fyrir að vera sveit- ungar þess ómennis sem verkið vann. En hvers vegna varð okkur þá fyrst fyrir að hlæja að endalokum aumingja hafmeyjar- innar? Það var marbendillinn í íslendingum sem hló. Honum fannst þessi gestur frá suð- rænum sumarströndum ekkert erindi eiga til sín. Hann hló að henni fyrir að sitja skjálfandi á botnfrosinni bæjartjörn og hældist um að enginn þyrði að hleypa henni í sjóinn. Hann hló að því hvað baksvipurinn sem hún sýndi bæjarbúum var lítið aðlaðandi. Honum kom aldrei til hugar að eftir fá ár eignumst við vonandi volga sjávarlaug í Laugardalnum og að þar hefði hafmeynni hlýnað, hún hefði tekið aftur gleði sína og dillað sporðinum glaðlega til sundkappanna sem undir brag- andi norðurljósum létu sig dreyma að þeir væru að skvampa í sjónum fram af Löngu- söndum. Marbendill hló, en hann hló ekki lengi. Faríseinn, hinn siðfágaði og hugsandi borgari sem býr í tvíbýli við marbendil í brjósti okk- ar flestra, varð réttilega hlutskarpari. Ilvernig færi, sagði hann, ef við tækjum upp á því að fylgja málum okkar almennt eftir með spreng- ingum? Ættu þeir sem mislíkar við Olíu- félagið og Esso að sprengja upp olíugeymana í Örfirisey? Á Sigurður Sigmundsson að setja kínverja í töskuna hjá Hannesi Pálssyni? Eiga reykvískir leikhúsgestir sem hafa þá flugu að Shylock og Cæsar séu sitt hvað að segja það með púðurkerlingum eða með því að sitja heima, hvað sem Jónas Jónsson og Morgun- blaðið segja? Svarið getur ekki leikið á tveim tungum, enda hafa þeir sem áður gerðu samþykktina um ,,hlutinn“ nú gert bragarbót og fundið öruggt ráð við því að hneykslið endurtaki sig. Þeir hafa skorað á Alþingi að setja lög sem banni að sprengja listaverk í loft upp. Það var mikill skaði að þeim skyldi ekki hug- kvæmast þetta fyrr, því að þetta hefði flogið gegnum þingið fyrir jólafríið og á nýjársnótt hefði hafmeyjan haft hálsfesti með áletruðum skildi: Þetta listaverk má ekki sprengja! Hvaða þegn hinar löghlýðnustu þjóðar á norð- urhveli jarðar hefði vogað sér að óhlýðnast slíkri skipan? En nú kemur marbendill og segir mér að nóg sé komið. Hann heimtar samt að koma einum skilaboðum að: Ilvað sem öðru líði megum við ekki fá afturgengna hafmeyju, því að þær séu ekkert lamb að leika sér við. Ég geri honum þann greiða að senda skilaboðin rétta boðleið. P. B. Þegar neyðin er staerst Sú tíð er löngu liðin þegar íslenzka sjó- mannastéttin þurfti að sætta sig við verðandi ritsnillinga sem eiturbrasara og skítkokka á fiskiskipunum. Þórbergur Þórðarson ber nú nektar og manna á borð fyrir landa sína, en hugulsöm ríkisstjórn hefir stofnað sérstakan skóla fyrir arftaka hans á fiskiflotanum. Tveir menn eru við námið, og von á nokkrurn tug-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.